Pepsi mót Víkings í borðtennis fór fram í TBR húsinu í Laugardal í gær og má með sanni segja að Nevena Tasic úr Víkingi hafi stolið senunni.
Hún hafði betur gegn Agnesi Brynjarsdóttur, einnig úr Víkingi, í kvennaflokki og hafði svo betur gegn Gesti Gunnarssyni, úr KR, í karlaflokki.
Tasic sigraði því bæði í kvenna- og karlaflokki en að því er kemur fram á vef Borðtennissambands Íslands er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem kona sigrar á móti í meistaraflokki karla.
Úrslit mótsins voru á þessa leið.
MFL karla:
1. Nevena Tasic Víkingur
2. Gestur Gunnarsson KR
3. Ellert Georgsson KR
4. Hlynur Sverrisson
MFL kvenna:
1. Nevena Tasic Víkingur
2. Agnes Brynjarsdóttir Víkingur
3. Lóa F. Zink Víkingur
4. Harriet Cardew BH
1 flokkur karla:
1. Gestur Gunnarsson KR
2. Hlynur Sverrisson Víkingur
3-4. Örn Þórðarson HK
3-4. Ladislav Haluska Víkingur
2 flokkur karla:
1. Ladislav Haluska Víkingur
2. Sigurður Herlufsen Víkingur
3-4. Hákon Atli Bjarkason ÍFR
3-4. Magnús Kristinsson Víkingur
Eldri flokkur karla:
1. Pétur Ó. Stephensen Víkingur
2. Árni Siemsen Örninn
3. Sigurður Herlufsen Víkingur
Sigraði í kvennaflokki og karlaflokki
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn