Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 15:44 Karl Bretaprins aðstoðar móður sína Elísabetu drottningu að fá sér sæti í þingsal í morgun. Vísir/EPA Nýr samningur við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands bar helst í stefnuskrá ríkisstjórnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem Elísabet drottning lýsti við þingsetningu í morgun. Stefnan er enn sett á að Bretland gangi úr sambandinu í lok þessa mánaðar. Hefð er fyrir því að handhafi konungsvalds flytji nokkurs konar stefnuræðu forsætisráðherra við pomp og prakt við upphaf nýs þings. Elísabet drottning las þannig upp helstu stefnumál ríkisstjórnar Johnson þar sem farið var yfir fleiri en tuttugu þingmál, þar á meðal varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu, í dag. „Forgangsmál ríkisstjórnar minnar hefur alltaf verið að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október,“ las drottningin upp úr ræðu sem ríkisstjórnin skrifaði fyrir hana. Ríkisstjórnin ætli að gera nýjan samning við Evrópusambandið sem byggi á „fríverslun og vinsamlegri samvinnu“. Verkamannaflokkurinn gagnrýndi stefnuskrána og fullyrti að drottningin hefði verið notuð til að koma á framfæri kosningaloforðum Íhaldsflokks Johnson, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þings fyrr en síðar á Bretlandi. „Það hefur aldrei verið eins mikill farsi og ríkisstjórn með meirihluta mínus 45 sæti og 100% taphrinu í neðri deildinni sem leggur fram þingmálaskrá sem hún veit að þetta þing getur ekki afgreitt,“ sagði Corbyn. Hann væri til í að samþykkja kosningar þegar búið væri að útiloka að Johnson drægi Bretland úr ESB án samnings. Johnson fer fyrir minnihlutastjórn og tapaði öllum atkvæðagreiðslum í þinginu frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra í júlí. Bretland Brexit Tengdar fréttir Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Nýr samningur við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands bar helst í stefnuskrá ríkisstjórnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem Elísabet drottning lýsti við þingsetningu í morgun. Stefnan er enn sett á að Bretland gangi úr sambandinu í lok þessa mánaðar. Hefð er fyrir því að handhafi konungsvalds flytji nokkurs konar stefnuræðu forsætisráðherra við pomp og prakt við upphaf nýs þings. Elísabet drottning las þannig upp helstu stefnumál ríkisstjórnar Johnson þar sem farið var yfir fleiri en tuttugu þingmál, þar á meðal varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu, í dag. „Forgangsmál ríkisstjórnar minnar hefur alltaf verið að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október,“ las drottningin upp úr ræðu sem ríkisstjórnin skrifaði fyrir hana. Ríkisstjórnin ætli að gera nýjan samning við Evrópusambandið sem byggi á „fríverslun og vinsamlegri samvinnu“. Verkamannaflokkurinn gagnrýndi stefnuskrána og fullyrti að drottningin hefði verið notuð til að koma á framfæri kosningaloforðum Íhaldsflokks Johnson, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þings fyrr en síðar á Bretlandi. „Það hefur aldrei verið eins mikill farsi og ríkisstjórn með meirihluta mínus 45 sæti og 100% taphrinu í neðri deildinni sem leggur fram þingmálaskrá sem hún veit að þetta þing getur ekki afgreitt,“ sagði Corbyn. Hann væri til í að samþykkja kosningar þegar búið væri að útiloka að Johnson drægi Bretland úr ESB án samnings. Johnson fer fyrir minnihlutastjórn og tapaði öllum atkvæðagreiðslum í þinginu frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra í júlí.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23
Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30
ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40