Fótbolti

For­sætis­ráð­herra Búlgaríu krefst þess að for­maður knatt­spyrnu­sam­bandsins segi af sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. vísir/getty
Íþróttamálaráðherra Búlgaríu, Krasen Kralev, segir að forsætisráðherra landsins, Boyko Borissov, hafi óskað eftir því að formaður knattspyrnusambands landsins segi af sér.

Stuðningsmenn Búlgaríu höfðu uppi rasísk ummæli gagnvart leikmönnum Englands er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í gær. England vann leikinn 6-0.

Nú hefur íþróttamálaráðherrann staðfest að hann hafi verið kallaður á fund í morgun þar sem forsætisráðherra landsins vill grípa til aðgerða.







„Eftir síðustu atburði og með í huga það sem gerðist í gær hefur forsætisráðherrann skipað mér að setja á ís öll samskipti við búlgarska knattspyrnusambandið, þar á meðal fjárhagsleg, þangað til Borislav Mihaylov segir af sér,“ sagði í yfirlýsingu Krasen.

Búlgarska knattspyrnusambandið hefur ekki tjáð sig um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×