Samtök iðnaðarins vilja rjúfa eignartengsl Landsvirkjunar og Landsnets Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 12:14 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra. Orkumál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra.
Orkumál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira