Iðnaðarráðherra segir að bæta þurfi dreifikerfi raforku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 19:30 Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún. Byggðamál Orkumál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún.
Byggðamál Orkumál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira