Strandboltamarkið fræga á tíu ára afmæli í dag en sökudólgurinn var sextán ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 14:00 Darren Bent skoraði með góðri hjálp frá strandbolta. Getty/ Mike Hewitt Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir nákvæmlega tíu árum síðan fékk liðið á sig eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætti þá Sunderland á Leikvangi ljósanna í Sunderland í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hafði náð hæst þriðja sæti eftir fjórða sigurinn í röð en tapaði síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé sem var á móti verðandi meisturum í Chelsea. Leikurinn á móti Sunderland var sá fyrsti eftir landsleikjahléið.Exactly 10 years ago, one of the strangest goals in Premier League history was scored... Here are five things you may not know about Darren Bent's beach ball goal: https://t.co/hhING9lUJU#bbcfootballpic.twitter.com/DQOfIEuoja — BBC Sport (@BBCSport) October 17, 2019 Úrslitin réðust strax á fimmtu mínútu leiksins. Darren Bent fékk markið skráð á sig en boltinn endaði í markinu eftir að hafa hitt í strandbolta sem hafði borist frá áhorfendum og inn í teiginn. Dómarinn ákvað að dæma markið gilt en seinna koma það í ljós að markið átti aldrei að vera dæmt gilt. Liverpool tapaði þessum leik 1-0 og við tóku erfiðar vikur þar sem lítið gekk upp. Það var líka erfitt fyrir leikmenn og stjór félagsins að sætta sig við það að hafa tapað leik á Strandboltamarkinu fræga. Rafael Benitez var knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma og Spánverjinn Pepe Reina stóð í markinu.Who the hell put the ball in there?? https://t.co/SOypAvV4vD — Pepe Reina (@PReina25) October 17, 2018 Breska ríkisútvarpið minntist þessa marks í dag og þar kom líka í ljós að sökudólgurinn var sextán ára gamall stuðningsmaður Liverpool sem átti sjálfur mjög erfiða daga í kjölfarið. Hinn sextán ára gamli Callum Campbell átti ekki boltann en það var hann sem sló hann í átt að vellinum. Krafturinn var það mikill að boltinn endaði inn í teig fyrir framan Pepe Reina. „Hvernig átti ég að vita hvað myndi gerast?,“ sagði Callum Campbell í blaðaviðtali á sínum tíma en hann fékk líflátshótanir í kjölfarið. Einhver sagði honum að gera líkkistuna klára og annar ætlaði að gera úr honum karrýrétt. Boltinn er svo frægur að það er hægt að skoða hann á National Football Museum í Manchester borg.ON THIS DAY.. 10 years ago, Darren Bent scored against Liverpool with his shot deflecting off a beach ball past Pepe Reina. Sunderland went on to win the game 1-0 and the iconic moment was never forgotten.pic.twitter.com/kJQ2ooSPUr — Oddschanger (@Oddschanger) October 17, 2019 Enski boltinn Tímamót Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir nákvæmlega tíu árum síðan fékk liðið á sig eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætti þá Sunderland á Leikvangi ljósanna í Sunderland í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hafði náð hæst þriðja sæti eftir fjórða sigurinn í röð en tapaði síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé sem var á móti verðandi meisturum í Chelsea. Leikurinn á móti Sunderland var sá fyrsti eftir landsleikjahléið.Exactly 10 years ago, one of the strangest goals in Premier League history was scored... Here are five things you may not know about Darren Bent's beach ball goal: https://t.co/hhING9lUJU#bbcfootballpic.twitter.com/DQOfIEuoja — BBC Sport (@BBCSport) October 17, 2019 Úrslitin réðust strax á fimmtu mínútu leiksins. Darren Bent fékk markið skráð á sig en boltinn endaði í markinu eftir að hafa hitt í strandbolta sem hafði borist frá áhorfendum og inn í teiginn. Dómarinn ákvað að dæma markið gilt en seinna koma það í ljós að markið átti aldrei að vera dæmt gilt. Liverpool tapaði þessum leik 1-0 og við tóku erfiðar vikur þar sem lítið gekk upp. Það var líka erfitt fyrir leikmenn og stjór félagsins að sætta sig við það að hafa tapað leik á Strandboltamarkinu fræga. Rafael Benitez var knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma og Spánverjinn Pepe Reina stóð í markinu.Who the hell put the ball in there?? https://t.co/SOypAvV4vD — Pepe Reina (@PReina25) October 17, 2018 Breska ríkisútvarpið minntist þessa marks í dag og þar kom líka í ljós að sökudólgurinn var sextán ára gamall stuðningsmaður Liverpool sem átti sjálfur mjög erfiða daga í kjölfarið. Hinn sextán ára gamli Callum Campbell átti ekki boltann en það var hann sem sló hann í átt að vellinum. Krafturinn var það mikill að boltinn endaði inn í teig fyrir framan Pepe Reina. „Hvernig átti ég að vita hvað myndi gerast?,“ sagði Callum Campbell í blaðaviðtali á sínum tíma en hann fékk líflátshótanir í kjölfarið. Einhver sagði honum að gera líkkistuna klára og annar ætlaði að gera úr honum karrýrétt. Boltinn er svo frægur að það er hægt að skoða hann á National Football Museum í Manchester borg.ON THIS DAY.. 10 years ago, Darren Bent scored against Liverpool with his shot deflecting off a beach ball past Pepe Reina. Sunderland went on to win the game 1-0 and the iconic moment was never forgotten.pic.twitter.com/kJQ2ooSPUr — Oddschanger (@Oddschanger) October 17, 2019
Enski boltinn Tímamót Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira