Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2019 18:00 Sigrún Ósk og Þórunn Kristín ræða við Alejandro Muñoz í Bogota með aðstoð túlks. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45
„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30