Paris Saint-Germain vann öruggan sigur á níu mönnum Nice í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Angel di Maria skoraði tvö mörk á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og kom gestunum frá París í góða stöðu.
Ignatius Ganago gaf heimamönnum von með marki á 67. mínútu. Róður þeirra varð hins vegar mun erfiðari þegar þeir misstu tvo menn af velli á þriggja mínútna kafla stuttu seinna.
Meistararnir í PSG nýttu sér liðsmninn og bætti Kylian Mbappe þriðja markinu við á 88. mínútu. Mauro Icardi skoraði í uppbótartíma og lauk leiknum með 4-1 sigri PSG.
PSG er á toppi deildarinnar með 24 stig, fimm stigum meira en Nantes sem á þó leik til góða.
Tvö rauð í sigri PSG í Nice
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
