Þéttvaxinn lögregluþjónn tók leigubíl til að elta uppi fótfráan stút Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2019 11:33 Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjaði í morgun upp skemmtilega sögu frá síðustu öld þar sem lögregluþjónn tók leigubíl til að elta upp mann sem hafði verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur en reyndi að hlaupa af vettvangi. Það heppnaðist og tókst lögregluþjóninum að vera á undan öðrum sem hljóp á eftir manninum. Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Þrír lögregluþjónar við eftirlitsstörf í Breiðholti að kvöldlagi tóku sáu bíl sem búið var að lýsa eftir þar sem ökumaður hans var að keyra undir áhrifum áfengis. Ölvaðir ökumenn eru stundum kallaðir stútar. „Eftir stutta en snarpa eftirför stöðvaði ölvaði ökumaðurinn bíl sinn neðarlega í Seljahverfi. Maðurinn vissi greinilega upp á sig sökina og taldi réttast að forða sér af vettvangi. Hann tók því á rás og hljóp upp Breiðholtsbrautina með tvo lögreglumenn á hælunum. Þriðji lögreglumaðurinn varð eftir í lögreglubílnum sem hafði staðnæmst við bíl ölvaða mannsins en í honum voru tveir farþegar. Vissara þótti að hafa á þeim gætur enda voru þeir í lítt betra ástandi en ökumaðurinn og allt eins líklegir til að halda akstrinum áfram,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar. Ökumaðurinn var frár á fæti og dró nokkuð í sundur með honum og lögregluþjónunum. Þá segir að annar þeirra hafi verið „ekkert sérstaklega hlaupalega vaxinn“ og hafi hann dregið fljótt aftur úr. Hinn hélt þó áfram og vildi ekki játa sig sigraðan. Að endingu kom hann yfir Breiðholtsbrautina og að bensínstöðinni á mótum Norðurfells og Suðurfells og taldi hann að ökumaðurinn hefði stungið hann. Þá tók hann þó eftir því að búið var að handtaka hann á bensínstöðinni og þá af lögregluþjóninum hægfara. „Sá ágæti maður, sem síðar sneri sér að öðrum og hættuminni störfum, virðist hafa verið úrræðagóður með afbrigðum. Sprettharði lögreglumaðurinn undraðist samt að félagi hans hafði orðið fyrri til að handtaka ölvaða ökumanninn.“ Hann komst þó fljótt að því hvernig þarna stóð á. „Þéttvaxni lögreglumaðurinn hafði sannarlega gert sitt besta til að hlaupa þrjótinn uppi en séð fljótt að það hefði aldrei tekist. Hann greip því til þess ráðs að veifa leigubíl sem átti leið um Breiðholtsbrautina og lét keyra sig á fyrrnefnda bensínstöð. Þar beið kappinn síðan rólegur eftir ölvaða ökumanninum og handsamaði hann fyrirhafnarlaust enda var fulli hlaupagikkurinn orðinn örmagna af þreytu. Þessi saga sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að lögreglumenn deyja sjaldnast ráðalausir og virðast ávallt eiga ráð undir rifi hverju. Þetta sýnir líka að oft vinnur vitið meira en krafturinn. Einu sinni var... Lögreglan Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjaði í morgun upp skemmtilega sögu frá síðustu öld þar sem lögregluþjónn tók leigubíl til að elta upp mann sem hafði verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur en reyndi að hlaupa af vettvangi. Það heppnaðist og tókst lögregluþjóninum að vera á undan öðrum sem hljóp á eftir manninum. Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Þrír lögregluþjónar við eftirlitsstörf í Breiðholti að kvöldlagi tóku sáu bíl sem búið var að lýsa eftir þar sem ökumaður hans var að keyra undir áhrifum áfengis. Ölvaðir ökumenn eru stundum kallaðir stútar. „Eftir stutta en snarpa eftirför stöðvaði ölvaði ökumaðurinn bíl sinn neðarlega í Seljahverfi. Maðurinn vissi greinilega upp á sig sökina og taldi réttast að forða sér af vettvangi. Hann tók því á rás og hljóp upp Breiðholtsbrautina með tvo lögreglumenn á hælunum. Þriðji lögreglumaðurinn varð eftir í lögreglubílnum sem hafði staðnæmst við bíl ölvaða mannsins en í honum voru tveir farþegar. Vissara þótti að hafa á þeim gætur enda voru þeir í lítt betra ástandi en ökumaðurinn og allt eins líklegir til að halda akstrinum áfram,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar. Ökumaðurinn var frár á fæti og dró nokkuð í sundur með honum og lögregluþjónunum. Þá segir að annar þeirra hafi verið „ekkert sérstaklega hlaupalega vaxinn“ og hafi hann dregið fljótt aftur úr. Hinn hélt þó áfram og vildi ekki játa sig sigraðan. Að endingu kom hann yfir Breiðholtsbrautina og að bensínstöðinni á mótum Norðurfells og Suðurfells og taldi hann að ökumaðurinn hefði stungið hann. Þá tók hann þó eftir því að búið var að handtaka hann á bensínstöðinni og þá af lögregluþjóninum hægfara. „Sá ágæti maður, sem síðar sneri sér að öðrum og hættuminni störfum, virðist hafa verið úrræðagóður með afbrigðum. Sprettharði lögreglumaðurinn undraðist samt að félagi hans hafði orðið fyrri til að handtaka ölvaða ökumanninn.“ Hann komst þó fljótt að því hvernig þarna stóð á. „Þéttvaxni lögreglumaðurinn hafði sannarlega gert sitt besta til að hlaupa þrjótinn uppi en séð fljótt að það hefði aldrei tekist. Hann greip því til þess ráðs að veifa leigubíl sem átti leið um Breiðholtsbrautina og lét keyra sig á fyrrnefnda bensínstöð. Þar beið kappinn síðan rólegur eftir ölvaða ökumanninum og handsamaði hann fyrirhafnarlaust enda var fulli hlaupagikkurinn orðinn örmagna af þreytu. Þessi saga sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að lögreglumenn deyja sjaldnast ráðalausir og virðast ávallt eiga ráð undir rifi hverju. Þetta sýnir líka að oft vinnur vitið meira en krafturinn.
Einu sinni var... Lögreglan Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira