Erlent

Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Hart er sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Hart er sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty
 Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. Breska þingið samþykkti fyrir stundu með 322 atkvæðum gegn 306 tillögu sem felur í sér að samningurinn verður ekki lagður í atkvæðagreiðslu fyrr en þingið hefur samþykkt alla þá löggjöf sem telst nauðsynlegur grundvöllur samningsins.

Johnson segist þó áfram stefna ótrauður á útgöngu 31. október og til þess hyggst hann í næstu viku leggja fyrir þingið nauðsynleg þingmál.Ljóst er að Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið.

Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf þá einnig í skyn í dag að hann myndi alls ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Því hefur verið illa tekið á þingi og sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, að forsætisráðherrann yrði dreginn fyrir dóm færi hann ekki eftir lögum.


Tengdar fréttir

Þinghóparnir gætu tvístrast

Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×