Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 18:40 Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23