Lífið

Sjö manna yfirheyrsla og einn af þeim er samkynhneigður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg félagsfræðileg tilraun.
Skemmtileg félagsfræðileg tilraun.
Á YouTube-rásinni Jubilee má sjá nokkuð sérstakt myndband en í því áttu sjö karlmenn að reyna finna út hver væri samkynhneigður í hópnum.

Allir voru þeir saman í herbergi og áttu sem hópur að reyna finna út hvaða maður innan hópsins það væri.

Ef hópurinn kemst að réttri niðurstöðu skipta sexmenningarnir með sér peningaupphæð í verðlaun. Einnig var hægt að kjósa einn og einn út úr leiknum og alltaf fækkar í hópnum. 

Aftur á móti ef hópurinn nær ekki að komast að réttri niðurstöðu stendur einn maður eftir með allan peninginn. 

Hér að neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig en ástæðan fyrir myndbandinu er að koma almenningi í skilning um að dæma fólk ekki út frá útliti. 

Þrír menn stóðu eftir þegar ákveðið var að hætta í leiknum og deila fjárhæðinni í þrennt. Þá var bara spurning hvort sá samkynhneigði væri enn í leiknum eða ekki. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.