Handbolti

Bjarki Már í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már er næstmarkahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.
Bjarki Már er næstmarkahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. vísir/getty
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, er í úrvalsliði 7. umferðar í þýsku úrvalsdeildinni.

Bjarki skoraði tólf mörk þegar Lemgo tapaði fyrir Minden á sunnudaginn, 33-31. Hann var markahæstur á vellinum.

Bjarki hefur byrjað tímabilið sérlega vel með Lemgo. Hann er næstmarkahæstur í þýsku deildinni með 51 mark. Hans Óttar Lindberg, fyrrverandi samherji Bjarka hjá Füchse Berlin, er markahæstur með 55 mörk.

Hinn hálf íslenski Lindberg og Bjarki eru hornamenn í úrvalsliði 7. umferðar. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru: Urban Lesjak (Hannover-Burgdorf), Stefan Cavor (Wetzlar), Lasse Mikkelsen (Melsungen), Fabian Gutbrod (Bergischer) og Magnus Gullerud (Minden).

Lemgo er í 15. sæti þýsku deildarinnar með þrjú stig. Næsti leikur liðsins er gegn Kiel á sunnudaginn.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×