Minnstu sveitarfélögin gætu fengið milljarð til sameiningar Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2019 07:30 Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem myndu fá mikla meðgjöf við að sameinast öðrum sveitarfélögum. Vitað er að sveitarstjórnarfulltrúar á Akureyri eru opnir fyrir þeim möguleika. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira