Þúsundir mótmælenda komu saman í Hong Kong í dag og mótmæltu því að lögreglan í borginni skaut mótmælanda á unglingsaldri í gær. Það var í fyrsta skipti frá því að mótmælendahreyfingin spratt upp fyrir fjórum mánuðum sem mótmælandi er skotinn með venjulegri byssukúlu.
Ástand þess skotna, Tsang Chi-kin, er sagt alvarlegt en ekki lífshættulegt. Kúlan sneiddi rétt framhjá hjarta hans.
Tvö félög lögregluþjóna í borginni kölluðu eftir því í dag að útgöngubanni yrði komið á eftir gærdaginn, sem var sá versti frá því mótmælin hófust. 269 voru handteknir í gær, þar af 93 ungmenni, og 147 fluttir á sjúkrahús, þar af þrjátíu lögregluþjónar.
Áfram mótmælt eftir að ungmenni var skotið
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar