Martröð á Jónsmessunótt Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 3. október 2019 10:00 Aðalpersóna myndarinnar sést hér í háskaleik. Midsommar Leikstjórn: Ari Aster Aðalhlutverk: Florence Pugh, Jack Reynor, Vilhelm Blomgren, William Jackson Harper, Will Poulter Hrollvekjuunnendur voru illa sviknir fyrr í sumar þegar í ljós kom að nýjasta mynd leikstjórans Ari Aster yrði ekki sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. Þeir sátu eftir með sárt ennið og þurftu að sætta sig við nýjasta bindi úr fjöldaframleidda verksmiðjuhryllingnum um dúkkuna Annabelle, sem kom reyndar skemmtilega á óvart. Síðasta mynd Aster, Hereditary, fékk almennt góða dóma fyrir hrottafengið og niðurdrepandi innihaldið, og var því frábært að sjá Midsommar rata loksins til landsins þótt árstíðabundið innihaldið missi kannski aðeins marks. Midsommar er myrkt nútímaævintýri sem segir frá ungri konu sem glímir við erfiðleika í fjölskyldu- og ástarlífinu. Í kjölfar mikils harmleiks ákveður hún að fylgja fjarhuga kærasta sínum og vinum hans á sumarhátíð sem haldin er í afskekktu samfélagi í norðurhluta Svíþjóðar. Þegar þangað er komið mæta ferðalöngunum skrítnir siðir sértrúarsafnaðar sem þar býr og er sögusviðið keimlíkt myndinni The Wicker Man án þess þó að vera nokkurs konar afrit. Myndin er löng, um tveir og hálfur tími, og styðst hryllingurinn í myndinni við óþægilegt innihald frekar en að gera áhorfendum bylt við. Það er vissulega gott að tíma sé varið í hæga og bítandi uppbyggingu en hægelduð hrollvekja er sjaldgæft góðgæti. Það koma þó kaflar þar sem hefði aðeins mátt gefa í og nokkrar senurnar eru lengri en þær þyrftu að vera. Ein helsta sérstaða myndarinnar er að hún gerist nánast öll í dagsbirtu við sumarsólstöður. Það er ekki auðvelt að gera hryllingsmynd sem á sér stað í vel lýstum aðstæðum en hér tekst vel til og áhorfendur fá að sjá allan viðbjóðinn við góð birtuskilyrði. Ofan á það eru persónurnar trippandi á sveppum og öðru ofskynjunargotti stóran hluta myndarinnar sem gerir reynsluna alla saman heldur fjarræna og draumkennda án þess að fara alla leið í bleiku fílana í Dúmbó. Leikararnir í myndinni standa sig vel og ber aðalleikkonan Florence Pugh af sem söguhetjan Dani. Henni tekst vel upp við að túlka tilfinningalega einangraða manneskju sem vill ekki íþyngja fólki í kringum sig með vandamálunum sem hrjá hana. Það er algjört lykilatriði að svona góð leikkona hafi verið fengin í hlutverkið því myndin er í grunninn um tilfinningalegt ferðalag hennar til að takast á við harm sinn og er sértrúarsöfnuðurinn í rauninni aukaatriði. Glataði kærastinn Christian og vinir hans eru einnig trúverðugar persónur og fjölmargir eftirminnilegir aukaleikarar setja sterkan svip á myndina. Helsti vankantur myndarinnar er kannski framvinda sögunnar sem er heldur fyrirsjáanleg. Í jafn undarlegum og framandi aðstæðum er skrítið að segja að það sé fátt sem kemur manni á óvart, og í lengstu senunum hefði mátt gefa aðeins í. Eftir situr einstakt og truflað ævintýri sem hittir ekki alveg í mark en fær stóra fjöður í hattinn fyrir metnað.Niðurstaða: Draumkennt og truflað ævintýri sem skilur mikið eftir sig en hefði mátt snurfusa aðeins. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Midsommar Leikstjórn: Ari Aster Aðalhlutverk: Florence Pugh, Jack Reynor, Vilhelm Blomgren, William Jackson Harper, Will Poulter Hrollvekjuunnendur voru illa sviknir fyrr í sumar þegar í ljós kom að nýjasta mynd leikstjórans Ari Aster yrði ekki sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. Þeir sátu eftir með sárt ennið og þurftu að sætta sig við nýjasta bindi úr fjöldaframleidda verksmiðjuhryllingnum um dúkkuna Annabelle, sem kom reyndar skemmtilega á óvart. Síðasta mynd Aster, Hereditary, fékk almennt góða dóma fyrir hrottafengið og niðurdrepandi innihaldið, og var því frábært að sjá Midsommar rata loksins til landsins þótt árstíðabundið innihaldið missi kannski aðeins marks. Midsommar er myrkt nútímaævintýri sem segir frá ungri konu sem glímir við erfiðleika í fjölskyldu- og ástarlífinu. Í kjölfar mikils harmleiks ákveður hún að fylgja fjarhuga kærasta sínum og vinum hans á sumarhátíð sem haldin er í afskekktu samfélagi í norðurhluta Svíþjóðar. Þegar þangað er komið mæta ferðalöngunum skrítnir siðir sértrúarsafnaðar sem þar býr og er sögusviðið keimlíkt myndinni The Wicker Man án þess þó að vera nokkurs konar afrit. Myndin er löng, um tveir og hálfur tími, og styðst hryllingurinn í myndinni við óþægilegt innihald frekar en að gera áhorfendum bylt við. Það er vissulega gott að tíma sé varið í hæga og bítandi uppbyggingu en hægelduð hrollvekja er sjaldgæft góðgæti. Það koma þó kaflar þar sem hefði aðeins mátt gefa í og nokkrar senurnar eru lengri en þær þyrftu að vera. Ein helsta sérstaða myndarinnar er að hún gerist nánast öll í dagsbirtu við sumarsólstöður. Það er ekki auðvelt að gera hryllingsmynd sem á sér stað í vel lýstum aðstæðum en hér tekst vel til og áhorfendur fá að sjá allan viðbjóðinn við góð birtuskilyrði. Ofan á það eru persónurnar trippandi á sveppum og öðru ofskynjunargotti stóran hluta myndarinnar sem gerir reynsluna alla saman heldur fjarræna og draumkennda án þess að fara alla leið í bleiku fílana í Dúmbó. Leikararnir í myndinni standa sig vel og ber aðalleikkonan Florence Pugh af sem söguhetjan Dani. Henni tekst vel upp við að túlka tilfinningalega einangraða manneskju sem vill ekki íþyngja fólki í kringum sig með vandamálunum sem hrjá hana. Það er algjört lykilatriði að svona góð leikkona hafi verið fengin í hlutverkið því myndin er í grunninn um tilfinningalegt ferðalag hennar til að takast á við harm sinn og er sértrúarsöfnuðurinn í rauninni aukaatriði. Glataði kærastinn Christian og vinir hans eru einnig trúverðugar persónur og fjölmargir eftirminnilegir aukaleikarar setja sterkan svip á myndina. Helsti vankantur myndarinnar er kannski framvinda sögunnar sem er heldur fyrirsjáanleg. Í jafn undarlegum og framandi aðstæðum er skrítið að segja að það sé fátt sem kemur manni á óvart, og í lengstu senunum hefði mátt gefa aðeins í. Eftir situr einstakt og truflað ævintýri sem hittir ekki alveg í mark en fær stóra fjöður í hattinn fyrir metnað.Niðurstaða: Draumkennt og truflað ævintýri sem skilur mikið eftir sig en hefði mátt snurfusa aðeins.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira