Hagræðing vegna sameiningar sveitarfélaga geti numið fimm milljörðum á ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 14:34 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar. Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira