Segir skort á samráði vegna áforma um urðunarskatt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 15:06 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira