Sjáum hversu langt við erum komin Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. október 2019 15:00 Jón Þór ræðir við Hlín og Söru eftir leik Íslands í haust. Fréttablaðið/Valli Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira