Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 Mona er 11 mánaða gömul og býr í flóttamannabúðum í hinu stríðshrjáða Jemen. Hún er meðal annars vannærð en mamma hennar, Fatima, flúði frá borginni Taiz þegar hún var gengin átta mánuði með Monu þar sem átökin höfðu stigmagnast í borginni og matarskortur jókst sífellt. barnaheill 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. Þá deyr fjöldi barna ár hvert vegna stríðsátaka og í reynd láta mun fleiri börn lífið í stríði heldur en hermenn. Þannig létust 870 þúsund börn undir fimm ára aldri á árunum 2013 til 2017 í stríðsátökum í þeim tíu löndum í heiminum þar sem mest átök hafa geisað, þar af voru 550 þúsund kornabörn. Á sama tíma létu 175 þúsund hermenn lífið. Það þýðir að það lætur einn hermaður lífið í stríðsátökum á móti hverjum fimm börnum sem deyja af sömu ástæðu.Þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum, og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi. Hluti af vitundarvakningu átaks Barnaheilla er að taka af sér mynd með útrétta hönd og setja á samfélagsmiðla ásamt ramma átaksins.vísir/vilhelmStaða barna sem búa við stríð versnað á síðustu 100 árum Þetta sýnir tölfræði alþjóðasamtakanna Barnaheilla (e. Save the Children) en í dag hefst hér á landi átakið „Stöðvum stríð gegn börnum“. Átakið er í tilefni af 100 ára afmæli samtakanna en Eglantyne Jebb stofnaði Save the Children árið 1919. „Hún stofnaði þetta upphaflega til þess að styðja við börn sem búa við stríð og núna 100 árum seinna erum við enn á sama stað með það að það er enn þá alltof mikið af börnum sem búa við stríð. Í stað þess að blása til einhverrar veislu og hafa húllumhæ og blöðrur þá viljum við nota 100 ára afmælið til þess að vekja athygli á stöðu barna sem búa við stríð. Sú staða hefur í raun bara versnað á þessum 100 árum þar sem börn eru orðin skotmark í dag á meðan þau voru kannski meira fórnarlömb afleiðinga hér áður fyrr,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, hér á landi í samtali við Vísi. Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir að það séu þrír meginþættir sem samtökin vilji leggja áherslu á með átakinu nú.Klippa: 100 ára afmælisátak BarnaheillaMjög mikilvægt að styðja við þau börn sem hafa upplifað hörmungar stríðs „Í fyrsta lagi að það sé virt að börnum sé haldið utan við stríð. Að þær alþjóðasamþykktir sem til eru, að þær séu virtar og að það sé farið eftir þeim. Í því skyni viljum við skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að styðja við alþjóðasamþykktir sem vernda börn í stríði,“ segir Guðrún Helga. Í öðru lagi þurfi að draga þá til ábyrgðar sem brjóta gegn börnum. „Gerendur eru að komast meira upp með að brjóta gegn börnum í stríði og eru ekki dregnir nægilega til ábyrgðar fyrir sín brot.“ Þá nefnir Guðrún þriðja punktinn sem sé einn af þeim mikilvægustu. Það sé stuðningur við þau börn sem hafi upplifað hörmungar stríðsátaka. „Þau þurfa að fá stuðning og þau þurfa ekki síst að fá sálrænan stuðning til að geta unnið úr þessum hörmungum og þessum áföllum. Ef við erum með heila þjóð af börnum sem elst upp við stríð þá getum við ímyndað okkur hvernig þau verða sem fullorðnir einstaklingar ef þau fá ekki tækifæri og stuðning til að vinna úr þessu,“ segir Guðrún Helga.Svona var umhorfs í skóla í Jemen eftir að árás hafði verið gerð á hann. Börn eru í dag orðin skotmark í stríði, meira en þau voru áður fyrr.barnaheillStefna að því að safna 100 milljónum króna Átakið stendur í mánuð og er markmiðið að safna 100 milljónum króna sem fara munu í verkefni Barnaheilla í Sýrlandi og Jemen. Verkefnin snúa meðal annars að menntun, heilbrigðisþjónustu, mataraðstoð og ekki hvað síst sálfræðiþjónustu. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Smáralind klukkan 16 í dag. Þar munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, forsetafrú, setja handarfar sitt á stóran, svartan vegg og skrifa þannig undir áskorun Barnaheilla um að stöðva stríð gegn börnum. Börnum og fjölskyldum gefst svo kostur á að skrifa undir með sama hætti á meðan átakið stendur yfir en handarfarið er gert með hvítri málningu sem auðvelt er að þvo af. Þá er það einnig hluti af átakinu að taka mynd af sér með útrétta hönd og setja á samfélagsmiðla ásamt ramma átaksins.Allar nánari upplýsingar um afmælisátak Barnaheilla, skýrslur með tölfræði, myndir og myndbrot má nálgast hér. Jemen Sýrland Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. Þá deyr fjöldi barna ár hvert vegna stríðsátaka og í reynd láta mun fleiri börn lífið í stríði heldur en hermenn. Þannig létust 870 þúsund börn undir fimm ára aldri á árunum 2013 til 2017 í stríðsátökum í þeim tíu löndum í heiminum þar sem mest átök hafa geisað, þar af voru 550 þúsund kornabörn. Á sama tíma létu 175 þúsund hermenn lífið. Það þýðir að það lætur einn hermaður lífið í stríðsátökum á móti hverjum fimm börnum sem deyja af sömu ástæðu.Þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum, og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi. Hluti af vitundarvakningu átaks Barnaheilla er að taka af sér mynd með útrétta hönd og setja á samfélagsmiðla ásamt ramma átaksins.vísir/vilhelmStaða barna sem búa við stríð versnað á síðustu 100 árum Þetta sýnir tölfræði alþjóðasamtakanna Barnaheilla (e. Save the Children) en í dag hefst hér á landi átakið „Stöðvum stríð gegn börnum“. Átakið er í tilefni af 100 ára afmæli samtakanna en Eglantyne Jebb stofnaði Save the Children árið 1919. „Hún stofnaði þetta upphaflega til þess að styðja við börn sem búa við stríð og núna 100 árum seinna erum við enn á sama stað með það að það er enn þá alltof mikið af börnum sem búa við stríð. Í stað þess að blása til einhverrar veislu og hafa húllumhæ og blöðrur þá viljum við nota 100 ára afmælið til þess að vekja athygli á stöðu barna sem búa við stríð. Sú staða hefur í raun bara versnað á þessum 100 árum þar sem börn eru orðin skotmark í dag á meðan þau voru kannski meira fórnarlömb afleiðinga hér áður fyrr,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, hér á landi í samtali við Vísi. Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir að það séu þrír meginþættir sem samtökin vilji leggja áherslu á með átakinu nú.Klippa: 100 ára afmælisátak BarnaheillaMjög mikilvægt að styðja við þau börn sem hafa upplifað hörmungar stríðs „Í fyrsta lagi að það sé virt að börnum sé haldið utan við stríð. Að þær alþjóðasamþykktir sem til eru, að þær séu virtar og að það sé farið eftir þeim. Í því skyni viljum við skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að styðja við alþjóðasamþykktir sem vernda börn í stríði,“ segir Guðrún Helga. Í öðru lagi þurfi að draga þá til ábyrgðar sem brjóta gegn börnum. „Gerendur eru að komast meira upp með að brjóta gegn börnum í stríði og eru ekki dregnir nægilega til ábyrgðar fyrir sín brot.“ Þá nefnir Guðrún þriðja punktinn sem sé einn af þeim mikilvægustu. Það sé stuðningur við þau börn sem hafi upplifað hörmungar stríðsátaka. „Þau þurfa að fá stuðning og þau þurfa ekki síst að fá sálrænan stuðning til að geta unnið úr þessum hörmungum og þessum áföllum. Ef við erum með heila þjóð af börnum sem elst upp við stríð þá getum við ímyndað okkur hvernig þau verða sem fullorðnir einstaklingar ef þau fá ekki tækifæri og stuðning til að vinna úr þessu,“ segir Guðrún Helga.Svona var umhorfs í skóla í Jemen eftir að árás hafði verið gerð á hann. Börn eru í dag orðin skotmark í stríði, meira en þau voru áður fyrr.barnaheillStefna að því að safna 100 milljónum króna Átakið stendur í mánuð og er markmiðið að safna 100 milljónum króna sem fara munu í verkefni Barnaheilla í Sýrlandi og Jemen. Verkefnin snúa meðal annars að menntun, heilbrigðisþjónustu, mataraðstoð og ekki hvað síst sálfræðiþjónustu. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Smáralind klukkan 16 í dag. Þar munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, forsetafrú, setja handarfar sitt á stóran, svartan vegg og skrifa þannig undir áskorun Barnaheilla um að stöðva stríð gegn börnum. Börnum og fjölskyldum gefst svo kostur á að skrifa undir með sama hætti á meðan átakið stendur yfir en handarfarið er gert með hvítri málningu sem auðvelt er að þvo af. Þá er það einnig hluti af átakinu að taka mynd af sér með útrétta hönd og setja á samfélagsmiðla ásamt ramma átaksins.Allar nánari upplýsingar um afmælisátak Barnaheilla, skýrslur með tölfræði, myndir og myndbrot má nálgast hér.
Jemen Sýrland Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira