Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 20:01 Guðmundur Ingi var á leið í leigubíl til Reykjavíkur þegar Vísir náði tali af honum. Þá voru innan við tíu mínútur í að sýning ætti að hefjast í Borgarleikhúsinu. Vísir/Stefán Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann. Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann.
Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira