Nýjar stofnanir verði á landsbyggðinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2019 08:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra) Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra)
Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent