Nýsköpun ekki lúxus heldur lífsnauðsynleg Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. október 2019 08:15 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir nauðsynlegt að regluverk á Íslandi sé skilvirkt þegar kemur að nýsköpun. Vísir/vilhelm Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira