Zidane ætlar að berjast til síðasta blóðdropa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2019 10:00 Zidane á hliðarlínunni. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55. Spænski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55.
Spænski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira