Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 19:00 Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. Sveitarstjórn hefur gert athugasemd vegna málsins en virðist ætla að samþykkja húsin samkvæmt fundargerð frá fundi sem hefur ekki farið fram. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda á svæðinu segir húsin ólögleg og krefst aðgerða. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem rekið er af Eternal Resort sem er í eigu malasískra fjárfesta hefur verið með fimmtán hjólhýsi í rekstri á jörðinni Leyni sem tilheyrir Rangárþingi ytra síðan í vor. Sumarhúsa-og landeigendur á svæðinu eru afar ósáttir.Byggt í óleyfi Ásgeir Kristján Ólafsson húsasmiðameistari og byggingarstjóri er talsmaður þeirra. „Bæði kúluhúsin og hjólhýsin á svæðinu eru ólögleg á svæðinu. Það er búið að láta þá vita að þeir þurfa að aftengja aðveitu og fráveitu frá hjólhýsunum en þeir hafa ekki gert það. Þá eru þeir byrjaðir að setja upp kúluhúsin þrátt fyrir að engin leyfi séu fyrir hendi hvorki byggingar, né rekstrarleyfi. Hérna eru komnar rotþrær og annað slíkt. Þetta er á fjarrsvæði vatnsverndar, það eru 200 metrar í Blákoll sem er helsta ferskvatnslind sveitarinnar og allt vatn héðan rennur að Lækjarbotnum vatnsbóli Hellu,“ segir Ásgeir.Engin leyfi frá skipulags-og umferðarnefnd Fram hefur komið hjá Haraldi Eiríkssyni formanni skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra að við þetta hafi verið gerðar athugasemdir en hjólhýsin hafi aðeins fengið stöðuleyfi ekki leyfi til að tengja við fráveitu eða aðveitu. Ferðaþjónustan virðist því hafa farið eitthvað framúr sér. Þá kom fram að stöðuleyfi fyrir kúluhúsum hafi ekki komið fram ennþá þannig að það kom á óvart að þau séu þegar byrjuð að rísa. Á morgun verður fundur hjá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra og þar á að taka málið fyrir.Í versta falli hafi stjórnsýslulög verið brotin Fréttastofa fékk fundargerð sem birtist á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir helgi þar sem kemur fram að á fundinum sem verður á morgun í nefndinni fái kúluhúsin svokallað stöðuleyfi. Hún hefur nú verið fjarlægð. Ásgeir lýsir furðu sinni á því að búið sé að veita leyfi áður en það hafi verið samþykkt á fundinum. „Þessi vinnubrögð samræmast engum stjórnsýslulögum og í versta falli hafa þau verið brotin sem er alvarlegt. Kannski eru þetta bara vinnubrögðin sem eru viðhöfð,“ segir Ásgeir.Ætla að byggja þorp á svæðinu Malasíska fyrirtækið Eternal resort hyggst byggja nokkur hundruð manna ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 og 2 og hefur fólk áhyggjur af því hvað fyrirhugað er að byggja mikið nálægt vatnsverndarsvæðinu. „Þarna er verið að færa þéttbýli í sveitina og þetta er ofaná fjarsvæði vatnsverndar. Með einhverja fráveitu og þá setjum við vatnsbólin í hættu. Þetta hlýtur að fara í umhverfismat að fá þetta þorp hingað,“ segir Ásgeir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. Sveitarstjórn hefur gert athugasemd vegna málsins en virðist ætla að samþykkja húsin samkvæmt fundargerð frá fundi sem hefur ekki farið fram. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda á svæðinu segir húsin ólögleg og krefst aðgerða. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem rekið er af Eternal Resort sem er í eigu malasískra fjárfesta hefur verið með fimmtán hjólhýsi í rekstri á jörðinni Leyni sem tilheyrir Rangárþingi ytra síðan í vor. Sumarhúsa-og landeigendur á svæðinu eru afar ósáttir.Byggt í óleyfi Ásgeir Kristján Ólafsson húsasmiðameistari og byggingarstjóri er talsmaður þeirra. „Bæði kúluhúsin og hjólhýsin á svæðinu eru ólögleg á svæðinu. Það er búið að láta þá vita að þeir þurfa að aftengja aðveitu og fráveitu frá hjólhýsunum en þeir hafa ekki gert það. Þá eru þeir byrjaðir að setja upp kúluhúsin þrátt fyrir að engin leyfi séu fyrir hendi hvorki byggingar, né rekstrarleyfi. Hérna eru komnar rotþrær og annað slíkt. Þetta er á fjarrsvæði vatnsverndar, það eru 200 metrar í Blákoll sem er helsta ferskvatnslind sveitarinnar og allt vatn héðan rennur að Lækjarbotnum vatnsbóli Hellu,“ segir Ásgeir.Engin leyfi frá skipulags-og umferðarnefnd Fram hefur komið hjá Haraldi Eiríkssyni formanni skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra að við þetta hafi verið gerðar athugasemdir en hjólhýsin hafi aðeins fengið stöðuleyfi ekki leyfi til að tengja við fráveitu eða aðveitu. Ferðaþjónustan virðist því hafa farið eitthvað framúr sér. Þá kom fram að stöðuleyfi fyrir kúluhúsum hafi ekki komið fram ennþá þannig að það kom á óvart að þau séu þegar byrjuð að rísa. Á morgun verður fundur hjá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra og þar á að taka málið fyrir.Í versta falli hafi stjórnsýslulög verið brotin Fréttastofa fékk fundargerð sem birtist á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir helgi þar sem kemur fram að á fundinum sem verður á morgun í nefndinni fái kúluhúsin svokallað stöðuleyfi. Hún hefur nú verið fjarlægð. Ásgeir lýsir furðu sinni á því að búið sé að veita leyfi áður en það hafi verið samþykkt á fundinum. „Þessi vinnubrögð samræmast engum stjórnsýslulögum og í versta falli hafa þau verið brotin sem er alvarlegt. Kannski eru þetta bara vinnubrögðin sem eru viðhöfð,“ segir Ásgeir.Ætla að byggja þorp á svæðinu Malasíska fyrirtækið Eternal resort hyggst byggja nokkur hundruð manna ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 og 2 og hefur fólk áhyggjur af því hvað fyrirhugað er að byggja mikið nálægt vatnsverndarsvæðinu. „Þarna er verið að færa þéttbýli í sveitina og þetta er ofaná fjarsvæði vatnsverndar. Með einhverja fráveitu og þá setjum við vatnsbólin í hættu. Þetta hlýtur að fara í umhverfismat að fá þetta þorp hingað,“ segir Ásgeir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15