Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 14. október 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/samsett Oft þegar ég kaupi föndur þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera við það. Svo, nokkrum mánuðum seinna þá er ég kannski að horfa á Youtube og hugsa „Hey, þetta er flott, ég get notað glasamotturnar sem ég keypti í vor í þetta.“ En þegar var ekki þannig þegar ég sá þessi viðarblóm, þá vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera með þau, hvernig ég vildi breyta þeim.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að fjarlægja allt aftan af þeim, segulinn og krókinn. Svo málaði ég þau grá, leyfði því að þorna og þurrburstaði svo yfir með hvítu.Kristbjörg ÓlafsdóttirMér fannst vanta eitthvað pínu meira þannig að ég notaði elsku límbyssuna mína til að festa reipi utan um blöðin á blóminu og hringinn í miðjunni.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg er ábyggilega ekki uppáhalds gestur kaffihúsanna vegna þess að ég ræni alltaf nokkrum svona hræri-stikum þegar ég sest niður og fæ mér te en hey, þær eru ókeypis. Ég festi sem sagt sitt hvora stikuna aftan á sitt hvort blómið með trélími. Þegar þú ætlar að festa tré á tré skaltu alltaf nota trélím. Ég hafði keypt svona plöntumerkis „miða“ í Tiger, málaði hann eins og blómið nema að ég sleppti að fara með hvítu málninguna yfir miðjuna á „miðanum“. Ég átti þessa litlu krúttlegu fötu, skar niður froðuplast og límdi gervimosa ofan á. Ég notaði sama reipið og ég hafði notað utan um blómin og auðvitað límbyssuna og fór nokkrum sinnum utan um fötuna. Svo bjó ég til slaufu og festi með... já, þið höfuð rétt fyrir ykkur, límbyssunni minni. Núna átti ég bara eftir að finna myndir af börnunum mínum, láta í miðjuna á blómunum og „voila“ ég var kominn með blómvönd með uppáhalds blómunum mínum, börnunum, sem endist að eilífu.Kristbjörg ÓlafsdóttirHér að neðan má sjá lokaútkomuna.Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Oft þegar ég kaupi föndur þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera við það. Svo, nokkrum mánuðum seinna þá er ég kannski að horfa á Youtube og hugsa „Hey, þetta er flott, ég get notað glasamotturnar sem ég keypti í vor í þetta.“ En þegar var ekki þannig þegar ég sá þessi viðarblóm, þá vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera með þau, hvernig ég vildi breyta þeim.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að fjarlægja allt aftan af þeim, segulinn og krókinn. Svo málaði ég þau grá, leyfði því að þorna og þurrburstaði svo yfir með hvítu.Kristbjörg ÓlafsdóttirMér fannst vanta eitthvað pínu meira þannig að ég notaði elsku límbyssuna mína til að festa reipi utan um blöðin á blóminu og hringinn í miðjunni.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg er ábyggilega ekki uppáhalds gestur kaffihúsanna vegna þess að ég ræni alltaf nokkrum svona hræri-stikum þegar ég sest niður og fæ mér te en hey, þær eru ókeypis. Ég festi sem sagt sitt hvora stikuna aftan á sitt hvort blómið með trélími. Þegar þú ætlar að festa tré á tré skaltu alltaf nota trélím. Ég hafði keypt svona plöntumerkis „miða“ í Tiger, málaði hann eins og blómið nema að ég sleppti að fara með hvítu málninguna yfir miðjuna á „miðanum“. Ég átti þessa litlu krúttlegu fötu, skar niður froðuplast og límdi gervimosa ofan á. Ég notaði sama reipið og ég hafði notað utan um blómin og auðvitað límbyssuna og fór nokkrum sinnum utan um fötuna. Svo bjó ég til slaufu og festi með... já, þið höfuð rétt fyrir ykkur, límbyssunni minni. Núna átti ég bara eftir að finna myndir af börnunum mínum, láta í miðjuna á blómunum og „voila“ ég var kominn með blómvönd með uppáhalds blómunum mínum, börnunum, sem endist að eilífu.Kristbjörg ÓlafsdóttirHér að neðan má sjá lokaútkomuna.Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00