Mótmælendur í Hong Kong söfnuðust saman í dag og minntust þeirra mótmælenda sem hafa svipt sig lífi undanfarna fjóra mánuði og skilið eftir sig stuðningsyfirlýsingar við mótmælahreyfinguna.
Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu en í síðustu viku skutu lögregluþjónar tvo mótmælendur með venjulegum byssukúlum.
Stjórnvöld í borginni bönnuðu íbúum að hylja andlit sín fyrir helgi og í dag voru ákærur gefnar út á hendur tveimur mótmælendum vegna meintra brota á reglunni.

