Barnaplata spratt úr viðbjóðnum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 8. október 2019 08:00 Tónlistarmaðurinn Guðmundur Óskar Guðmundsson vann plötuna náið með Snorra. Fréttablaðið/Valli Snorri Helgason tónlistarmaður hefur safnað einvalaliði tónlistarfólks til að gefa út barnaplötuna Bland í poka. Í dag kemur á allar helstu streymisveitur fyrsta lagið af henni, Kringlubarnið. Hugmyndin að barnaplötunni kviknaði fyrir um hálfum áratug.Úr þjóðsögum í barnalög „Ég var að vinna í síðustu plötunni minni, Margt býr í þokunni, en hún byggir á íslenskum þjóðsögum. Þar er umfjöllunarefnið oft mjög þungt og hryllilegt. Þjóðsagnaarfurinn getur verið mjög drungalegur og það gat tekið á að sökkva sér í hann, allt fullt af sifjaspelli, morðum og viðbjóði,“ segir Snorri. Hann hafi þurft að lesa sér til um efnið í nokkur ár til að byrja að vinna úr þessu. „Ég vann þetta mikið í Galtarvita í mikilli einangrun, sökkti mér þar í þennan viðbjóð. Þá fór mig að langa til að gera eitthvað allt annað. Einhvers konar mótvægi, til koma hausnum á mér út úr þessu rugli og bjarga geðheilsunni.“ Snorra langaði því að gera eitthvað sem gæti ekki verið ólíkara og þá kviknaði hugmyndin um að gera barnaplötu. „Ég vann svo plöturnar hægt saman og tók tarnir til skiptis. Við tókum mestan partinn af grunninum upp fyrir um ári. Ég er búinn að vera að vinna hægt og rólega út árið. Upphaflega ætlaði ég að klára þetta fyrir ári en ég misreiknaði gróflega hversu mikinn tíma það tekur að eiga barn,“ segir Snorri.Bók með myndum og textum Hann segir fæðingu dótturinnar vissulega hafa hægt aðeins á ferlinu en þetta sé allt að smella saman núna. „Þegar ég fór að sjá fyrir endann á þessu hafði ég samband við Bobby Breiðholt og Elínu Elísabetu, því mig langaði að gera litla bók með. Hún teiknar myndirnar í bókinni og hann setur hana upp. Það er svo teikning sem fylgir hverju lagi. Okkur langaði að hafa þetta í svona gömlum skandinavískum teiknimyndastíl, eins og hjá Tove Jansson og Thorbjørn Egner.“Myndirnar í bókinni eru teiknaðar af Elínu Elísabetu.Í bókinni verða textarnir og gítarhljómarnir ásamt myndunum. Snorri stendur fyrir söfnun á Karolina Fund fyrir gerð plötunnar og bókarinnar, en þar getur fólk orðið fyrst til að næla sé í Bland í poka. „Þá geta börn og foreldrar flett bókinni á meðan þau hlusta á plötuna. Það eru líka svo margir sem eiga ekki geislaspilara í dag en þau geta þá allavega haft bókina til að skoða meðan þau eru að streyma.“Um Kringluferð mæðgna Á morgun kemur út lagið Kringlubarnið, en í því syngja þær Saga Garðarsdóttir leikkona og eiginkona Snorra, og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. „Lagið fjallar um mæðgur. Saga er litla stelpan sem vill ekki fara í Kringluna en Halldóra leikur mömmuna sem þarf nauðsynlega að komast þangað til að kaupa sér safapressu. Svo eru þær að þræta eitthvað um það, þannig það er bara stuð og stemning,“ segir Snorri. Hugleikur Dagsson grínisti syngur eitt lag á plötunni en hann og Snorri sömdu í það sameiningu. „Við sömdum það þegar við vorum saman í Galtarvita. Svo syngur Valdimar nokkur lög á plötunni líka og Teitur Magnússon syngur eitt lag. Svo syngur Steingrímur Teague úr Moses Hightower eitt lag og hún Katrín Halldóra leik- og söngkona líka. Það eru mestmegnis aðrir sem syngja lögin, ég syng þó nokkur.“ Kringlubarnið er hægt að nálgast á öllum helst streymisveitum og hægt er að leggja Snorra lið og verða sér úti um Bland í poka á karolinafund.com. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Snorri Helgason tónlistarmaður hefur safnað einvalaliði tónlistarfólks til að gefa út barnaplötuna Bland í poka. Í dag kemur á allar helstu streymisveitur fyrsta lagið af henni, Kringlubarnið. Hugmyndin að barnaplötunni kviknaði fyrir um hálfum áratug.Úr þjóðsögum í barnalög „Ég var að vinna í síðustu plötunni minni, Margt býr í þokunni, en hún byggir á íslenskum þjóðsögum. Þar er umfjöllunarefnið oft mjög þungt og hryllilegt. Þjóðsagnaarfurinn getur verið mjög drungalegur og það gat tekið á að sökkva sér í hann, allt fullt af sifjaspelli, morðum og viðbjóði,“ segir Snorri. Hann hafi þurft að lesa sér til um efnið í nokkur ár til að byrja að vinna úr þessu. „Ég vann þetta mikið í Galtarvita í mikilli einangrun, sökkti mér þar í þennan viðbjóð. Þá fór mig að langa til að gera eitthvað allt annað. Einhvers konar mótvægi, til koma hausnum á mér út úr þessu rugli og bjarga geðheilsunni.“ Snorra langaði því að gera eitthvað sem gæti ekki verið ólíkara og þá kviknaði hugmyndin um að gera barnaplötu. „Ég vann svo plöturnar hægt saman og tók tarnir til skiptis. Við tókum mestan partinn af grunninum upp fyrir um ári. Ég er búinn að vera að vinna hægt og rólega út árið. Upphaflega ætlaði ég að klára þetta fyrir ári en ég misreiknaði gróflega hversu mikinn tíma það tekur að eiga barn,“ segir Snorri.Bók með myndum og textum Hann segir fæðingu dótturinnar vissulega hafa hægt aðeins á ferlinu en þetta sé allt að smella saman núna. „Þegar ég fór að sjá fyrir endann á þessu hafði ég samband við Bobby Breiðholt og Elínu Elísabetu, því mig langaði að gera litla bók með. Hún teiknar myndirnar í bókinni og hann setur hana upp. Það er svo teikning sem fylgir hverju lagi. Okkur langaði að hafa þetta í svona gömlum skandinavískum teiknimyndastíl, eins og hjá Tove Jansson og Thorbjørn Egner.“Myndirnar í bókinni eru teiknaðar af Elínu Elísabetu.Í bókinni verða textarnir og gítarhljómarnir ásamt myndunum. Snorri stendur fyrir söfnun á Karolina Fund fyrir gerð plötunnar og bókarinnar, en þar getur fólk orðið fyrst til að næla sé í Bland í poka. „Þá geta börn og foreldrar flett bókinni á meðan þau hlusta á plötuna. Það eru líka svo margir sem eiga ekki geislaspilara í dag en þau geta þá allavega haft bókina til að skoða meðan þau eru að streyma.“Um Kringluferð mæðgna Á morgun kemur út lagið Kringlubarnið, en í því syngja þær Saga Garðarsdóttir leikkona og eiginkona Snorra, og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. „Lagið fjallar um mæðgur. Saga er litla stelpan sem vill ekki fara í Kringluna en Halldóra leikur mömmuna sem þarf nauðsynlega að komast þangað til að kaupa sér safapressu. Svo eru þær að þræta eitthvað um það, þannig það er bara stuð og stemning,“ segir Snorri. Hugleikur Dagsson grínisti syngur eitt lag á plötunni en hann og Snorri sömdu í það sameiningu. „Við sömdum það þegar við vorum saman í Galtarvita. Svo syngur Valdimar nokkur lög á plötunni líka og Teitur Magnússon syngur eitt lag. Svo syngur Steingrímur Teague úr Moses Hightower eitt lag og hún Katrín Halldóra leik- og söngkona líka. Það eru mestmegnis aðrir sem syngja lögin, ég syng þó nokkur.“ Kringlubarnið er hægt að nálgast á öllum helst streymisveitum og hægt er að leggja Snorra lið og verða sér úti um Bland í poka á karolinafund.com.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira