Formaður Þingvallanefndar hefur ekki áhyggjur af ágangi köfunarfyrirtækja í Silfru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2019 12:07 Forstjóri heimsminjaskrifstofunnar hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna kvörtunar lögmanns yfir meintum ágangi köfunarfyrirtækja í Silfru. Vísir/Vilhelm Ari Trausti Guðmundsson, formaður þingvallanefndar, hefur ekki áhyggjur af umsvifum og ágangi köfunarfyrirtækja við gjánna Silfru í Þingvallaþjóðgarði. Hann telur köfun í Silfru rúmast innan þess sem telst ásættanlegt í þjóðgörðum.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Jónas Haraldsson, lögmaður, hefði sent kvörtun til Heimsminjaskrár. Hann sagði að umsvif og ágangur köfunarfyrirtækja væru algjört hneyksli, eins og hann kemst sjálfur að orði. Forstjóri heimsminjaskrifstofunnar sendi í kjölfarið íslenskum stjórnvöldum bréf og óskaði eftir skýringum. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir um eðlilegt ferli að ræða.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur„Þetta á sér dálítið langa sögu. Það er lögmaður sem hefur áhyggjur af því að þessi starfsemi henti ekki í þjóðgarði sem er á heimsminjaskrá. Hann hefur verið lengi í sambandi við þingvallanefnd og þjóðgarðinn. Ég endaði nú einfaldlega á því að hvetja hann til þess að fara þessa hefðbundnu leið og leggja sitt mál fyrir UNESCO, þá skrifstofu sem hefur með heimsminjaskrána að gera og hann gerir það þá náttúrulega svarar skrifstofan því að leita eftir upplýsingum frá okkur, þetta er ósköp hefðbundið ferli,“ segir Ari Trausti. Stjórnvöld munu í samvinnu við þjóðgarðsvörð vinna að því að svara fyrirspurn skrifstofunnar. „Okkar viðbrögð eru einfaldlega þau að útskýra fyrir UNESCO að atvinnustarfsemi er auðvitað ákveðin í Þingvallaþjóðgarði af til þess bærum aðilum. Það er nýbúið að móta atvinnustefnu, og það er alls konar atvinnustarfsemi í þjóðgörðum almennt séð; þjónusta, afþreying og svo framvegis og þessi tiltekna afþreying, það er að segja köfunin í Silfru, teljum við rúmast innan þess sem er ásættanlegt í þjóðgarðinum.“Forstjóri heimsminkaskrifstofunnar hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna köfunarfyrirtækja í Silfru.Vísir/vilhelmAri Trausti segist ekki hafa áhyggjur af ágangi fyrirtækjanna. „Ef ég hefði haft áhyggjur af því þá hefði ég náttúrulega beitt mér gegn þessu í þá tíð sem ég hef verið í forsvari, og svo sem bara áður líka því ég hef haft skoðanir á náttúruvernd í áratugi,“ segir Ari Trausti. „Þetta er auðvitað bara spursmál hvernig að þessu er staðið. Við höfum fengið mjög færa sérfræðinga til að vinna fyrir okkur þolmarkagreiningu varðandi fjölda og aðgengi og stýringu og mótvægisaðgerðir varðandi umhverfisálagið og þau plögg benda til þess að þetta sé í lagi svo framarlega sem farið er eftir þeim leiðbeiningum og þeim mótvægisaðgerðum sem verða hafðar uppi. Við erum með þetta í vöktun. Við förum eftir þessari áætlun og svo verður fylgst með því mjög nákvæmlega næstu árin hvernig þessu vindur fram.“ Hann segir að köfunin í Silfru sé afar merkileg upplifun. „Silfra er merkileg, þessi upplifun sem fólk fær þarna er eins og við getum hugsað okkur upplifanir gesta í öðrum þjóðgörðum; flúðasiglingar eða hvað eina. Við teljum þetta og höfum alltaf talið þetta vera ásættanlegt.“Hvað gerist næst?„Þetta er jú einstaklingur, það er ekki eins og það hafi komið fullt af kvörtunum. Þetta er einstaklingur sem er þarna að kvarta. Þessu verður svarað formlega,þ að getur dálítinn tíma til að gera þetta vel og vandlega og síðan sjáum við hvað gerist,“ segir Ari Trausti. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála. 8. október 2019 06:00 Nýr Þingvallavegur opnaður í dag Kaflinn sem um ræðir er frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg. 16. september 2019 08:57 Þingvallahring lokað að nóttu Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana. 6. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, formaður þingvallanefndar, hefur ekki áhyggjur af umsvifum og ágangi köfunarfyrirtækja við gjánna Silfru í Þingvallaþjóðgarði. Hann telur köfun í Silfru rúmast innan þess sem telst ásættanlegt í þjóðgörðum.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Jónas Haraldsson, lögmaður, hefði sent kvörtun til Heimsminjaskrár. Hann sagði að umsvif og ágangur köfunarfyrirtækja væru algjört hneyksli, eins og hann kemst sjálfur að orði. Forstjóri heimsminjaskrifstofunnar sendi í kjölfarið íslenskum stjórnvöldum bréf og óskaði eftir skýringum. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir um eðlilegt ferli að ræða.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur„Þetta á sér dálítið langa sögu. Það er lögmaður sem hefur áhyggjur af því að þessi starfsemi henti ekki í þjóðgarði sem er á heimsminjaskrá. Hann hefur verið lengi í sambandi við þingvallanefnd og þjóðgarðinn. Ég endaði nú einfaldlega á því að hvetja hann til þess að fara þessa hefðbundnu leið og leggja sitt mál fyrir UNESCO, þá skrifstofu sem hefur með heimsminjaskrána að gera og hann gerir það þá náttúrulega svarar skrifstofan því að leita eftir upplýsingum frá okkur, þetta er ósköp hefðbundið ferli,“ segir Ari Trausti. Stjórnvöld munu í samvinnu við þjóðgarðsvörð vinna að því að svara fyrirspurn skrifstofunnar. „Okkar viðbrögð eru einfaldlega þau að útskýra fyrir UNESCO að atvinnustarfsemi er auðvitað ákveðin í Þingvallaþjóðgarði af til þess bærum aðilum. Það er nýbúið að móta atvinnustefnu, og það er alls konar atvinnustarfsemi í þjóðgörðum almennt séð; þjónusta, afþreying og svo framvegis og þessi tiltekna afþreying, það er að segja köfunin í Silfru, teljum við rúmast innan þess sem er ásættanlegt í þjóðgarðinum.“Forstjóri heimsminkaskrifstofunnar hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna köfunarfyrirtækja í Silfru.Vísir/vilhelmAri Trausti segist ekki hafa áhyggjur af ágangi fyrirtækjanna. „Ef ég hefði haft áhyggjur af því þá hefði ég náttúrulega beitt mér gegn þessu í þá tíð sem ég hef verið í forsvari, og svo sem bara áður líka því ég hef haft skoðanir á náttúruvernd í áratugi,“ segir Ari Trausti. „Þetta er auðvitað bara spursmál hvernig að þessu er staðið. Við höfum fengið mjög færa sérfræðinga til að vinna fyrir okkur þolmarkagreiningu varðandi fjölda og aðgengi og stýringu og mótvægisaðgerðir varðandi umhverfisálagið og þau plögg benda til þess að þetta sé í lagi svo framarlega sem farið er eftir þeim leiðbeiningum og þeim mótvægisaðgerðum sem verða hafðar uppi. Við erum með þetta í vöktun. Við förum eftir þessari áætlun og svo verður fylgst með því mjög nákvæmlega næstu árin hvernig þessu vindur fram.“ Hann segir að köfunin í Silfru sé afar merkileg upplifun. „Silfra er merkileg, þessi upplifun sem fólk fær þarna er eins og við getum hugsað okkur upplifanir gesta í öðrum þjóðgörðum; flúðasiglingar eða hvað eina. Við teljum þetta og höfum alltaf talið þetta vera ásættanlegt.“Hvað gerist næst?„Þetta er jú einstaklingur, það er ekki eins og það hafi komið fullt af kvörtunum. Þetta er einstaklingur sem er þarna að kvarta. Þessu verður svarað formlega,þ að getur dálítinn tíma til að gera þetta vel og vandlega og síðan sjáum við hvað gerist,“ segir Ari Trausti.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála. 8. október 2019 06:00 Nýr Þingvallavegur opnaður í dag Kaflinn sem um ræðir er frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg. 16. september 2019 08:57 Þingvallahring lokað að nóttu Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana. 6. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála. 8. október 2019 06:00
Nýr Þingvallavegur opnaður í dag Kaflinn sem um ræðir er frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg. 16. september 2019 08:57
Þingvallahring lokað að nóttu Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana. 6. ágúst 2019 07:45