Verður sjálfur ekki á hátíðinni í holdinu en mjög nálægur í andanum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2019 08:45 Haraldur segir gjörninginn Þröng fela í sér þátttöku gesta. Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á A! Gjörningahátíð sem opnuð verður á Akureyri á morgun, 10. október. Hún stendur fram á sunnudag. Þetta er alþjóðleg hátíð sem haldin er árlega, nú í fimmta sinn. Hátt í 2.000 gestir hafa sótt hana heim hverju sinni. Ókeypis er inn á alla viðburði hennar. Einn þeirra sem verk eiga á hátíðinni er Haraldur Jónsson myndlistarmaður, sem býr í borginni. Hann á ekki heimangengt og segir þetta verða í fyrsta skipti sem hann sé ekki viðstaddur opnun á eigin verkum. „Gjörningurinn minn nefnist Þröng. Ég treysti þeim fyrir norðan til að setja hann rétt upp og vona að hann komi vel út. Þó ég verði ekki sjálfur á hátíðinni í holdinu verð ég mjög nálægur í andanum.“ Fylgir samt ekki gjörningum alltaf eitthvað sem gerist á staðnum? „Jú, gjörningur fer fram í tíma og rúmi og inniheldur mjög gjarnan hreyfingu og einhvers konar stefnumót við áhorfendur. Grunnmunurinn á gjörningi og leiklist er að gjörningurinn skapar ástand en honum fylgir ekki frásaga, hann er meira í ætt við athöfn, eða ritúal.“ Haraldur segir um frumflutning að ræða á verkinu Þröng og það feli í sér þátttöku gesta. „Þröng er nokkurs konar afsprengi yfirlitssýningar minnar á Kjarvalsstöðum fyrir ári. Hún stóð í þrjá mánuði og ég var alltaf með gjörninga síðdegis á laugardögum. Það var mjög gaman og það má segja að fræi að þessum gjörningi hafi verið sáð þá. Verkin mín hafa samt, alveg frá upphafi, gjarnan haft einhverja umbreytingu í sér, þannig að Þröng er angi af þeirri stefnu.“ A! Gjörningahátíð er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á A! Gjörningahátíð sem opnuð verður á Akureyri á morgun, 10. október. Hún stendur fram á sunnudag. Þetta er alþjóðleg hátíð sem haldin er árlega, nú í fimmta sinn. Hátt í 2.000 gestir hafa sótt hana heim hverju sinni. Ókeypis er inn á alla viðburði hennar. Einn þeirra sem verk eiga á hátíðinni er Haraldur Jónsson myndlistarmaður, sem býr í borginni. Hann á ekki heimangengt og segir þetta verða í fyrsta skipti sem hann sé ekki viðstaddur opnun á eigin verkum. „Gjörningurinn minn nefnist Þröng. Ég treysti þeim fyrir norðan til að setja hann rétt upp og vona að hann komi vel út. Þó ég verði ekki sjálfur á hátíðinni í holdinu verð ég mjög nálægur í andanum.“ Fylgir samt ekki gjörningum alltaf eitthvað sem gerist á staðnum? „Jú, gjörningur fer fram í tíma og rúmi og inniheldur mjög gjarnan hreyfingu og einhvers konar stefnumót við áhorfendur. Grunnmunurinn á gjörningi og leiklist er að gjörningurinn skapar ástand en honum fylgir ekki frásaga, hann er meira í ætt við athöfn, eða ritúal.“ Haraldur segir um frumflutning að ræða á verkinu Þröng og það feli í sér þátttöku gesta. „Þröng er nokkurs konar afsprengi yfirlitssýningar minnar á Kjarvalsstöðum fyrir ári. Hún stóð í þrjá mánuði og ég var alltaf með gjörninga síðdegis á laugardögum. Það var mjög gaman og það má segja að fræi að þessum gjörningi hafi verið sáð þá. Verkin mín hafa samt, alveg frá upphafi, gjarnan haft einhverja umbreytingu í sér, þannig að Þröng er angi af þeirri stefnu.“ A! Gjörningahátíð er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira