Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja tengdist útkallið eldamennsku og að ekki hafi sérstök hætta verið á ferðum. Unnið er að reykræstingu í íbúðinni.
Tilkynningin kom um 6:40 í morgun og voru sex slökkviliðsmenn sendir á vettvang, einn slökkviliðsbíll og einn sjúkrabíll.