Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2019 13:45 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri Eflingar sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að það hafi verið athugasemdir Kristjönu og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina Viðar Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi.Í yfirlýsingu Eflingar kemur fram að enginn fótur sé fyrir ásökun Kristjöun um ósamþykktar greiðslur úr sjóðum félagsins og séu þær með öllu úr lausu lofti gripnar. Efling harmar að gripið sé með þessum hætti til ósanninda í því skyni að reyna að þvinga fram óeðlilegar starfslokagreiðslur eins og lýst er hér að ofan. Í yfirlýsingu Eflingar kemur fram að félagið hafi í einu og öllu virt réttindi starfsmanna sinna samkvæmt ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum. Efling hefur hins vegar ekki viljað fallast á kröfur um greiðslur úr sjóðum félagsins, á kostnað félagsmanna, sem eru langt umfram það sem telst heimilt eða eðlilegt. Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar, ritar undir yfirlýsingunna. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild:Yfirlýsing vegna ósannra fullyrðingaFjölmiðlar birtu í gærkvöldi, 22. september 2019, yfirlýsingu frá Kristjönu Valgeirsdóttur þar sem bornar eru upp ósannar fullyrðingar um starfsemi og starfsfólk Eflingar.Áréttað er að Efling hefur í einu og öllu virt réttindi starfsmanna sinna samkvæmt ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum. Efling hefur hins vegar ekki viljað fallast á kröfur um greiðslur úr sjóðum félagsins, á kostnað félagsmanna, sem eru langt umfram það sem telst heimilt eða eðlilegt.Að ósk Kristjönu fjallaði stjórn Eflingar um kröfu lögmanns hennar um starfslokagreiðslur sem fólu í sér að Kristjana fengi full laun fram að eftirlaunaaldri eða í þrjú og hálft ár. Kostnaður við slíkar starfslokagreiðslur hefði varlega áætlað hlaupið á 40-50 milljónum króna. Stjórn Eflingar taldi þessar kröfur úr öllu hófi og var þeim því hafnað. Stjórn félagsins áréttaði um leið að Efling mun að sjálfsögðu virða réttindi Kristjönu samkvæmt ráðningarsamningi, kjarasamningi og lögum. Efling hefur nálgast málið í samræmi við þá afstöðu stjórnar og virt í einu og öllu réttindi hennar.Vegna ummæla Kristjönu, sem skilja má sem svo að hún hafi haft uppi athugasemdir við stjórnendur félagsins um ósamþykkt fjárútlát, vill Efling taka fram að enginn stjórnandi eða starfsmaður á skrifstofu Eflingar hefur svo vitað sé móttekið slíkar athugasemdir. Fjárútlát félagsins og rekstur er í fullu samræmi við reglur félagsins og eru einstakir kostnaðarliðir lagðir fyrir stjórn til samþykktar eftir því sem við á. Enginn fótur er fyrir ásökun Kristjöun um ósamþykktar greiðslur úr sjóðum félagsins og eru þær með öllu úr lausu lofti gripnar. Efling harmar að gripið sé með þessum hætti til ósanninda í því skyni að reyna að þvinga fram óeðlilegar starfslokagreiðslur eins og lýst er hér að ofan.F.h. skrifstofu Eflingar - stéttarfélags, Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. 21. september 2019 14:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. 22. september 2019 13:00 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri Eflingar sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að það hafi verið athugasemdir Kristjönu og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina Viðar Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi.Í yfirlýsingu Eflingar kemur fram að enginn fótur sé fyrir ásökun Kristjöun um ósamþykktar greiðslur úr sjóðum félagsins og séu þær með öllu úr lausu lofti gripnar. Efling harmar að gripið sé með þessum hætti til ósanninda í því skyni að reyna að þvinga fram óeðlilegar starfslokagreiðslur eins og lýst er hér að ofan. Í yfirlýsingu Eflingar kemur fram að félagið hafi í einu og öllu virt réttindi starfsmanna sinna samkvæmt ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum. Efling hefur hins vegar ekki viljað fallast á kröfur um greiðslur úr sjóðum félagsins, á kostnað félagsmanna, sem eru langt umfram það sem telst heimilt eða eðlilegt. Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar, ritar undir yfirlýsingunna. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild:Yfirlýsing vegna ósannra fullyrðingaFjölmiðlar birtu í gærkvöldi, 22. september 2019, yfirlýsingu frá Kristjönu Valgeirsdóttur þar sem bornar eru upp ósannar fullyrðingar um starfsemi og starfsfólk Eflingar.Áréttað er að Efling hefur í einu og öllu virt réttindi starfsmanna sinna samkvæmt ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum. Efling hefur hins vegar ekki viljað fallast á kröfur um greiðslur úr sjóðum félagsins, á kostnað félagsmanna, sem eru langt umfram það sem telst heimilt eða eðlilegt.Að ósk Kristjönu fjallaði stjórn Eflingar um kröfu lögmanns hennar um starfslokagreiðslur sem fólu í sér að Kristjana fengi full laun fram að eftirlaunaaldri eða í þrjú og hálft ár. Kostnaður við slíkar starfslokagreiðslur hefði varlega áætlað hlaupið á 40-50 milljónum króna. Stjórn Eflingar taldi þessar kröfur úr öllu hófi og var þeim því hafnað. Stjórn félagsins áréttaði um leið að Efling mun að sjálfsögðu virða réttindi Kristjönu samkvæmt ráðningarsamningi, kjarasamningi og lögum. Efling hefur nálgast málið í samræmi við þá afstöðu stjórnar og virt í einu og öllu réttindi hennar.Vegna ummæla Kristjönu, sem skilja má sem svo að hún hafi haft uppi athugasemdir við stjórnendur félagsins um ósamþykkt fjárútlát, vill Efling taka fram að enginn stjórnandi eða starfsmaður á skrifstofu Eflingar hefur svo vitað sé móttekið slíkar athugasemdir. Fjárútlát félagsins og rekstur er í fullu samræmi við reglur félagsins og eru einstakir kostnaðarliðir lagðir fyrir stjórn til samþykktar eftir því sem við á. Enginn fótur er fyrir ásökun Kristjöun um ósamþykktar greiðslur úr sjóðum félagsins og eru þær með öllu úr lausu lofti gripnar. Efling harmar að gripið sé með þessum hætti til ósanninda í því skyni að reyna að þvinga fram óeðlilegar starfslokagreiðslur eins og lýst er hér að ofan.F.h. skrifstofu Eflingar - stéttarfélags, Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. 21. september 2019 14:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. 22. september 2019 13:00 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. 21. september 2019 14:45
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00
Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. 22. september 2019 13:00
Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12