Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Ari Brynjólfsson skrifar 24. september 2019 06:00 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri „Átta af níu lögreglustjórum landsins bera ekki lengur traust til ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. „Þetta er búið að vera í gerjun í einhvern tíma. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á fundi sínum í gær. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðu fundarins óháða ákvörðun lögreglustjóra. „Það var búið að taka þá ákvörðun áður en nokkur vissi um viðbrögð þeirra. Þetta er algjörlega sjálfstæð ákvörðun,“ segir Snorri. „Það er búin að vera óánægja lengi innan lögreglunnar og ólga innan stéttarinnar með ýmislegt gagnvart embætti ríkislögreglustjóra.“ Snorri tiltekur ekki einstök mál sem ástæðu vantraustsyfirlýsingarinnar. „Þetta er sambland ýmissa mála. Gagnvart lögreglumönnum var það þetta viðtal ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu kornið sem fyllti mælinn endanlega.“Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var eini lögreglustjórinn sem lýsti ekki yfir vantrausti á Harald. „Málið er í ákveðnum farvegi, á meðan svo er, þá kýs ég ekki að tjá mig um það,“ segir Ólafur Helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir stöðuna grafalvarlega. „Þessar vantraustsyfirlýsingar eru fordæmalaus staða sem gerir það að verkum dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvort hagsmunir lögreglunnar í heild vegi ekki þyngra en hagsmunir Haraldar Johannessen,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst útilokað að jafn margir háttsettir embættismenn og raun ber vitni grípi til þess örþrifaráðs að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra án þess að eitthvað alvarlegt liggi þar að baki sem verður að skoða mjög vel ofan í kjölinn.“ Boltinn sé nú í höndum dómsmálaráðherra. „Nú þýðir ekkert að skipa einhverja nefnd til að hugsa málið. Dómsmálaráðherra verður að svara til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa án tafar til að leysa úr þessari stöðu.“ Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Átta af níu lögreglustjórum landsins bera ekki lengur traust til ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. „Þetta er búið að vera í gerjun í einhvern tíma. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á fundi sínum í gær. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðu fundarins óháða ákvörðun lögreglustjóra. „Það var búið að taka þá ákvörðun áður en nokkur vissi um viðbrögð þeirra. Þetta er algjörlega sjálfstæð ákvörðun,“ segir Snorri. „Það er búin að vera óánægja lengi innan lögreglunnar og ólga innan stéttarinnar með ýmislegt gagnvart embætti ríkislögreglustjóra.“ Snorri tiltekur ekki einstök mál sem ástæðu vantraustsyfirlýsingarinnar. „Þetta er sambland ýmissa mála. Gagnvart lögreglumönnum var það þetta viðtal ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu kornið sem fyllti mælinn endanlega.“Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var eini lögreglustjórinn sem lýsti ekki yfir vantrausti á Harald. „Málið er í ákveðnum farvegi, á meðan svo er, þá kýs ég ekki að tjá mig um það,“ segir Ólafur Helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir stöðuna grafalvarlega. „Þessar vantraustsyfirlýsingar eru fordæmalaus staða sem gerir það að verkum dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvort hagsmunir lögreglunnar í heild vegi ekki þyngra en hagsmunir Haraldar Johannessen,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst útilokað að jafn margir háttsettir embættismenn og raun ber vitni grípi til þess örþrifaráðs að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra án þess að eitthvað alvarlegt liggi þar að baki sem verður að skoða mjög vel ofan í kjölinn.“ Boltinn sé nú í höndum dómsmálaráðherra. „Nú þýðir ekkert að skipa einhverja nefnd til að hugsa málið. Dómsmálaráðherra verður að svara til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa án tafar til að leysa úr þessari stöðu.“ Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50
Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54
Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04