Erlent

Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögmaðurinn Jolyon Maugham og Joanna Cherry, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, ræða við fjölmiððla fyrir utan Hæstarétt Bretlands á dögunum.
Lögmaðurinn Jolyon Maugham og Joanna Cherry, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, ræða við fjölmiððla fyrir utan Hæstarétt Bretlands á dögunum. Getty/NurPhoto
Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei.

Mikið hefur verið deilt um ákvörðun Johnson að fresta þingfundum í fimm vikur en gagnrýnendur hans segja það gert til að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni í landinu. Komist dómstóllinn að því að frestunin hafi verið ólögmæt gæti þingið verið kallað saman samstundis í kjölfarið.

Ríkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðunni en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman.

Þá gefur ekki út hvort hann hyggist segja af sér verði úrskurðurinn honum í óhag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×