Eftir að hafa skrifað á um 200 plaköt og áttað sig á aðstæðum fór okkar maður á æfingu til þess að halda sér ferskum.
Æfingabúðir hans hafa gengið mjög vel og hann tók meðal annars æfingar í um mánuð í Dublin í Írland. Hann er eins tilbúinn og hann gæti verið.
Í dag mun hann gefa tugi viðtala sem og á morgun en það er allt hluti af bardagavikunni.
Vísismenn eru mættir til Köben og munu fylgja Gunnari í hvert fótspor fram að bardaga. Sérstakur þáttur um bardagakvöldið er svo sýndur á Stöð 2 Sport á fimmtudag.




