Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. september 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra. Að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafa kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kvartanirnar hafa borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna sem um ræðir. Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Málefni Haraldar og lögreglunnar voru til umræðu á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur ætlaði ekki að stíga sjálfur til hliðar, í samtali við frettabladid.is, að ríkisstjórnarfundinum loknum. Í bréfi sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sendi lögreglustjórum allra níu lögregluumdæmanna í síðustu viku og varðar sívaxandi óánægju innan lögreglunnar, sem beinist sérstaklega að þætti ríkislögreglustjóra, segir að togstreita á milli manna hafi verið áberandi undanfarið.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Sérstaklega hefur verið bent á að staða embættis ríkislögreglustjóra sé ekki nógu skýr og að margþætt hlutverk hans beinlínis kalli á deilur og togstreitu, m.a. um reglur, fjármuni og mannafla,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að ráðherra telji það rétt að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, „óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Í bréfinu leggur ráðherra jafnframt mikla áherslu á að við vinnuna verði kortlagt í hvaða skrefum rétt kann að vera að gera breytingar á skipulagi lögreglu og hvaða skref, ef einhver, væri unnt að stíga strax til að bregðast við þeim vanda sem nú er uppi. Ráðuneytið muni leita til forystumanna lögreglu og annarra sem málið varðar á komandi vikum. Í bréfinu er þess óskað að lögregluembættin verði ráðuneytinu innan handar í þeirri vinnu sem fram undan er. Ljóst er að lögreglumenn um allt landið eru óánægðir með störf og í einhverjum tilfellum framkomu Haraldar, en í fyrradag lýstu átta af níu lögreglustjórum yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra – allir nema Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald. Ráðherra mun funda með lögreglustjórum, sérsveitinni, öðrum lögreglumönnum og starfsmönnum löggæslunnar á næstu dögum og viðra hugmyndir sínar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafa kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kvartanirnar hafa borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna sem um ræðir. Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Málefni Haraldar og lögreglunnar voru til umræðu á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur ætlaði ekki að stíga sjálfur til hliðar, í samtali við frettabladid.is, að ríkisstjórnarfundinum loknum. Í bréfi sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sendi lögreglustjórum allra níu lögregluumdæmanna í síðustu viku og varðar sívaxandi óánægju innan lögreglunnar, sem beinist sérstaklega að þætti ríkislögreglustjóra, segir að togstreita á milli manna hafi verið áberandi undanfarið.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Sérstaklega hefur verið bent á að staða embættis ríkislögreglustjóra sé ekki nógu skýr og að margþætt hlutverk hans beinlínis kalli á deilur og togstreitu, m.a. um reglur, fjármuni og mannafla,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að ráðherra telji það rétt að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, „óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Í bréfinu leggur ráðherra jafnframt mikla áherslu á að við vinnuna verði kortlagt í hvaða skrefum rétt kann að vera að gera breytingar á skipulagi lögreglu og hvaða skref, ef einhver, væri unnt að stíga strax til að bregðast við þeim vanda sem nú er uppi. Ráðuneytið muni leita til forystumanna lögreglu og annarra sem málið varðar á komandi vikum. Í bréfinu er þess óskað að lögregluembættin verði ráðuneytinu innan handar í þeirri vinnu sem fram undan er. Ljóst er að lögreglumenn um allt landið eru óánægðir með störf og í einhverjum tilfellum framkomu Haraldar, en í fyrradag lýstu átta af níu lögreglustjórum yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra – allir nema Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald. Ráðherra mun funda með lögreglustjórum, sérsveitinni, öðrum lögreglumönnum og starfsmönnum löggæslunnar á næstu dögum og viðra hugmyndir sínar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48