„Ég var að æfa fyrir glímumót þannig að ég er í toppstandi. Ég sá fyrir tveimur vikum síðan að Gunnar hefði misst andstæðing sinn og ég bað strax um bardagann,“ sagði Burns í samtali við Vísi í dag.
„Ég var í góðu standi og ég held að þetta sé bardagi sem henti mér mjög vel.“
Þetta er annar bardaginn í röð sem Burns tekur með skömmum fyrirvara.
„Ég er að venjast þessu. Lykillinn er að vera alltaf í standi og tilbúinn. Ég er alltaf tilbúinn er tækifærið kemur og held að þetta verði ekki í síðasta sinn sem ég hoppa inn með skömmum fyrirvara.“