„Ég er ekki mikið að spá í styrkleikalistanum því hann er stundum skrítinn. Ef ég næ að klára Gunnar þá gæti ég komist inn á topp 15. Ég er miklu meira að hugsa um mína frammistöðu en styrkleikalistann,“ sagði Burns í samtali við Vísi.
„Mér liggur ekkert á að komast inn á listann og hugsa bara um að klára þau verkefni sem ég fæ. Ég kemst þangað á endanum og það truflar mig ekkert þó svo ég verði ekki þar eftir þennan bardaga.“
Burns býst við erfiðum bardaga og veit líka að hann verður líklega skemmtilegur.
„Ég reyni auðvitað að klára bardagann svo hann fari ekki í dómarana. Gunnar er bardagamaður í hæsta gæðaflokki þannig að sjáum til hvað gerist. Ég mun leggja mjög hart að mér til þess að rota eða ná uppgjafartaki.“