Google segist hafa smíðað fyrstu skammtatölvuna Davíð Stefánsson skrifar 26. september 2019 06:00 Skammtatölvur framtíðarinnar munu umbylta samfélögum með gríðarlegri reiknigetu. Getty/Rost-9D Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira