Erlent

Ummæli Boris um Jo Cox falla í grýttan farveg

Atli Ísleifsson skrifar
Hart er sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Hart er sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty
Ummæli Boris Johnson forsætisráðherra á breska þinginu í gær um Jo Cox, þingkonu sem myrt var árið 2016, haf fallið í afar grýttan jarðveg.

Johnson var að svara þingkonu Verkamannaflokksins sem tók sæti Cox á þinginu en þingkonan var myrt í kosningabaráttunni um Brexit af hægri öfgamanni í Leeds þann 16. júní 2016.

Johnson sagði að besta leiðin til að heiðra minningu Cox, sem barðist gegn Brexit, væri að klára Brexit og koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu.





Eiginmaður Cox tjáði sig um ummælin á Twitter og sagði þau ógeðfelld. Besta leiðin til að heiðra minningu eiginkonu sinnar væri að þingmenn stæðu með eigin sannfæringu en um leið að sýna öðrum skoðunum virðingu og ávallt hafa það í heiðri sem sameini landsmenn.



„Er hálfóglatt yfir því að nafn Jo skuli vera notað á þennan hátt. Það besta sem við (sama hvar við stöndum í stjórnmálum) getum gert er að verja gildi okkar af ástríðu og staðfestu. En aldrei að skrímslavæða andstæðingana og ríghalda í það sem við eigum sameiginlegt,“ sagði Cox í tísti sínu.

Í frétt BBC er haft eftir Brendan Cox að Jophnson væri „hroðvirknislegur“ (e. sloppy) með því að láta orðin falla, en að hann væri ekki „vondur maður“.

Mikil spenna og stór orð voru látin falla í umræðum á breska þinginu í gær, degi eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm að ákvörðun Johnson að senda þingmenn heim í fimm vikur væru ólöglegar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×