Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. september 2019 12:17 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira