Handbolti

Stórkostlegur leikur Bjarka dugði ekki til og Aðalsteinn hafði betur gegn Geir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már Elísson í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni.
Bjarki Már Elísson í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson fór á kostum í liði Lemgo sem tapaði fyrir Minden með tveggja marka mun, 33-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Bjarki Már skoraði tólf mörk fyrir Lemgo í leiknum og einungis tvö af þeim komu af vítapunktinum. Magnaður leikur Bjarka sem hefur byrjað vel með Lemgo.

Liðið hefur þó ekki unnið nema einn af fyrstu sjö leikjunum sínum og situr í 15. sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sjö leiki.





Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen unnu eins marks sigur á botnliðinu og lærisveinum Geirs Sveinssonar, Nordhorn-Lingen í dag.

Erlangen er í 10. sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki en þetta var þriðji sigur Erlangen í sex leikjum.

Nordhorn-Lingen er á botni deildarinnar án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×