Strákarnir okkar mega ekki misstíga sig í Elbasan Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2019 16:00 Ragnar Sigurðsson leikur í dag sinn 90. leik fyrir Ísland. Nordicphotos/Getty Íslenska karlalandsliðið mætir Albaníu ytra í sjöttu umferð H-riðils í undankeppni Evrópumótsins 2020 klukkan 18:45 í dag. Ísland á í harðri baráttu við ríkjandi heimsmeistara Frakklands og Tyrklands um eitt af efstu tveimur sætunum sem veita þátttökurétt á EM næsta sumar og mega strákarnir okkar því ekki við því að misstíga sig. Þetta verður í sjöunda skiptið sem þjóðirnar mætast, fjórum sinnum hefur Ísland unnið en Albanir hafa unnið tvo. Leikurinn fer fram í Elbasan, þriðju stærstu borg Albaníu, 45 mínútum frá höfuðborginni Tirana þar sem Ísland dvelur í aðdraganda leiksins. Ísland hefur unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna með núverandi gullkynslóð íslenska landsliðsins. Gera má ráð fyrir að átta leikmenn sem byrjuðu leikinn í 2-1 sigri Íslands árið 2012 byrji leikinn í kvöld en í þeim leik skoruðu Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason mörk Íslands. Stutt er síðan liðin mættust á Laugardalsvelli í sumar þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands en í síðustu fimm leikjum liðanna hefur eitt mark skilið liðin að. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sagðist á blaðamannafundi íslenska liðsins eiga von á erfiðum leik í kvöld. „Við erum bara að horfa á þennan leik og við eigum von á erfiðum leik gegn særðu liði Albaníu eftir skellinn sem þeir fengu í Frakklandi. Yfirleitt munar litlu á þessum liðum þegar þau mætast, mikið um baráttu og einvígi inn á vellinum. Við megum ekki missa einbeitinguna í leiknum því Albanir mæta klárir til leiks,“ sagði Aron Einar og tók Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins í sama streng og fyrirliðinn. „Við ætlum okkur á EM og þetta er mjög mikilvægur leikur í þeirri vegferð. Við berum mikla virðingu fyrir liði Albana en vitum þurfum að ná góðum úrslitum hérna gegn liði sem hefur verið sterkt undanfarin ár og voru óheppnir að fá ekkert úr leiknum gegn Tyrklandi á heimavelli. Þeir munu selja sig dýrt á heimavelli fyrir framan þjóð sína til að taka stigin þrjú.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Albaníu ytra í sjöttu umferð H-riðils í undankeppni Evrópumótsins 2020 klukkan 18:45 í dag. Ísland á í harðri baráttu við ríkjandi heimsmeistara Frakklands og Tyrklands um eitt af efstu tveimur sætunum sem veita þátttökurétt á EM næsta sumar og mega strákarnir okkar því ekki við því að misstíga sig. Þetta verður í sjöunda skiptið sem þjóðirnar mætast, fjórum sinnum hefur Ísland unnið en Albanir hafa unnið tvo. Leikurinn fer fram í Elbasan, þriðju stærstu borg Albaníu, 45 mínútum frá höfuðborginni Tirana þar sem Ísland dvelur í aðdraganda leiksins. Ísland hefur unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna með núverandi gullkynslóð íslenska landsliðsins. Gera má ráð fyrir að átta leikmenn sem byrjuðu leikinn í 2-1 sigri Íslands árið 2012 byrji leikinn í kvöld en í þeim leik skoruðu Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason mörk Íslands. Stutt er síðan liðin mættust á Laugardalsvelli í sumar þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands en í síðustu fimm leikjum liðanna hefur eitt mark skilið liðin að. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sagðist á blaðamannafundi íslenska liðsins eiga von á erfiðum leik í kvöld. „Við erum bara að horfa á þennan leik og við eigum von á erfiðum leik gegn særðu liði Albaníu eftir skellinn sem þeir fengu í Frakklandi. Yfirleitt munar litlu á þessum liðum þegar þau mætast, mikið um baráttu og einvígi inn á vellinum. Við megum ekki missa einbeitinguna í leiknum því Albanir mæta klárir til leiks,“ sagði Aron Einar og tók Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins í sama streng og fyrirliðinn. „Við ætlum okkur á EM og þetta er mjög mikilvægur leikur í þeirri vegferð. Við berum mikla virðingu fyrir liði Albana en vitum þurfum að ná góðum úrslitum hérna gegn liði sem hefur verið sterkt undanfarin ár og voru óheppnir að fá ekkert úr leiknum gegn Tyrklandi á heimavelli. Þeir munu selja sig dýrt á heimavelli fyrir framan þjóð sína til að taka stigin þrjú.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira