Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. september 2019 18:38 Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?