Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. september 2019 18:38 Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15