Fordómar fordæmdir Davíð Þorláksson skrifar 11. september 2019 07:00 Þjóðernisfélagshyggjumenn eru að reyna að ryðja sér til rúms á Íslandi. Þeir hafa opnað vef, mætt á fjölfarna staði og gengið í hús til að breiða út boðskap sinn um andúð gegn útlendingum. Þessir hópar hafa ekki verið áberandi hér á landi hingað til en það er áhyggjuefni ef þeir ná sömu fótfestu hér og í mörgum nágrannalöndum okkar. Innflytjendur auðga menningu okkar og örva efnahagslífið. Það er mikilvægt að gera greinarmun á skoðunum og fordómum. Fordómar eru ekki skoðanir heldur lífssýn sem fólk þróar með sér til dæmis vegna vanþekkingar, ótta við hið óþekkta eða óánægju með hlutskipti sitt í lífinu. Það er því í sjálfu sér engin þörf á því að sýna fordómum sömu virðingu og fólki sem hefur bara aðrar skoðanir en maður sjálfur og fordómar þurfa því ekki endilega að njóta jafn ríkrar verndar á grundvelli skoðanafrelsis. Sumir hafa keppst við að fordæma þetta fólk á samfélagsmiðlum með upphrópunum. Það er auðvitað alltaf freistandi að koma því á framfæri að maður sé betri en einhverjir aðrir. Ég efast hins vegar um að það sé mjög líklegt til árangurs. Fólk er ekki líklegt til að skipta um skoðun eða sýn á lífið við það að vera uppnefnt eða að öskrað sé á það. Eins erfitt og það kann að vera þá er nauðsynlegt að hlusta á þetta fólk og ræða við það af yfirvegun og á jafningjagrundvelli. Fræðsla og aukin þekking á öðrum menningarheimum er lykillinn að því að berjast gegn fordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun
Þjóðernisfélagshyggjumenn eru að reyna að ryðja sér til rúms á Íslandi. Þeir hafa opnað vef, mætt á fjölfarna staði og gengið í hús til að breiða út boðskap sinn um andúð gegn útlendingum. Þessir hópar hafa ekki verið áberandi hér á landi hingað til en það er áhyggjuefni ef þeir ná sömu fótfestu hér og í mörgum nágrannalöndum okkar. Innflytjendur auðga menningu okkar og örva efnahagslífið. Það er mikilvægt að gera greinarmun á skoðunum og fordómum. Fordómar eru ekki skoðanir heldur lífssýn sem fólk þróar með sér til dæmis vegna vanþekkingar, ótta við hið óþekkta eða óánægju með hlutskipti sitt í lífinu. Það er því í sjálfu sér engin þörf á því að sýna fordómum sömu virðingu og fólki sem hefur bara aðrar skoðanir en maður sjálfur og fordómar þurfa því ekki endilega að njóta jafn ríkrar verndar á grundvelli skoðanafrelsis. Sumir hafa keppst við að fordæma þetta fólk á samfélagsmiðlum með upphrópunum. Það er auðvitað alltaf freistandi að koma því á framfæri að maður sé betri en einhverjir aðrir. Ég efast hins vegar um að það sé mjög líklegt til árangurs. Fólk er ekki líklegt til að skipta um skoðun eða sýn á lífið við það að vera uppnefnt eða að öskrað sé á það. Eins erfitt og það kann að vera þá er nauðsynlegt að hlusta á þetta fólk og ræða við það af yfirvegun og á jafningjagrundvelli. Fræðsla og aukin þekking á öðrum menningarheimum er lykillinn að því að berjast gegn fordómum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun