Tilviljun réði því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. september 2019 22:01 Tilviljun réð því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík. Á þremur árum, frá því starfsemin hófst þar, hefur ferðamönnum farið fjölgandi á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa löngum kalla eftir því að ferðamönnum sé dreift betur um landið. Ferðaþjónusta þar hefur þó, líkt og annars staðar vaxið á síðustu árum, en þó ekki í sama mæli. Í Steingrímsfirði er hvalaskoðun, og þegar fréttastofan var það á ferð á dögunum, var hvalaskoðunarskipið Láki að koma inn til hafnar á Hólmavík, með fullan bát af ferðamönnum. Víðir Björnsson, skipstjóri skipsins, segir það hafa verið hreina tilviljun að farið var að gera út hvalaskoðunarbát frá Hólmavík. „Eigandinn var bara hér á ferðalagi og þegar hann er að koma niður Þröskuldana þá sér hann hvalina blása hérna úti. Þetta var orðinn svona aukabátur þegar nýi báturinn var keyptur í Grundafjörð, þannig byrjaði þetta fyrir þremur árum,“ segir Víðir.Víðir Björnsson, skipstjóri hvalaskoðunarskipsins Láka.Vísir/Stöð 2Eru líka með starfsemi á Snæfellsnesi Fyrirtækið Láki Tours gerir út tvo aðra báta frá Snæfellsnesi. Víðir segir að hvalaskoðunartímabilið í Steingrímsfirði hafi lengst ár frá ári og að svæðið sé einstakt til hvalaskoðunar. „Núna verðum við fram í miðjan september og það er bara búið að ganga mjög vel. Við fengum eina viku sem að var léleg en annars sjáum við hval á hverjum einasta degi,“ segir Víðir.Hvað eruð þið að sjá marga hvali?„Þeir eru stundum jafn margir og farþegarnir. Þeir voru átta í þessum túr en þetta getur verið allt upp í fimmtán hvalir,“ segir Víðir. Víðir segir reksturinn hafa vaxið síðan farið var af stað fyrir þremur árum. Hann segir að þó svo sé megi stýra ferðamönnum meira inn á þetta svæði. „Við erum rúmlega búnir að tvöfalda síðan í fyrra en það mætti gjarnan vera meira,“ segir Víðir.Hvernig verður svo veturinn, gerið þið út allt árið?„Í Ólafsvík erum við með þetta á ársgrundvelli en hérna verðum við til 15. september og byrjum svo vonandi fyrr, jafnvel um miðjan maí,“ segir Víðir.Ferðamenn hafa séð allt að fimmtán hvali í einni ferð með hvalaskoðunarskipinu Láka, í Steingrímsfirði.Vísir/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Strandabyggð Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Tilviljun réð því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík. Á þremur árum, frá því starfsemin hófst þar, hefur ferðamönnum farið fjölgandi á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa löngum kalla eftir því að ferðamönnum sé dreift betur um landið. Ferðaþjónusta þar hefur þó, líkt og annars staðar vaxið á síðustu árum, en þó ekki í sama mæli. Í Steingrímsfirði er hvalaskoðun, og þegar fréttastofan var það á ferð á dögunum, var hvalaskoðunarskipið Láki að koma inn til hafnar á Hólmavík, með fullan bát af ferðamönnum. Víðir Björnsson, skipstjóri skipsins, segir það hafa verið hreina tilviljun að farið var að gera út hvalaskoðunarbát frá Hólmavík. „Eigandinn var bara hér á ferðalagi og þegar hann er að koma niður Þröskuldana þá sér hann hvalina blása hérna úti. Þetta var orðinn svona aukabátur þegar nýi báturinn var keyptur í Grundafjörð, þannig byrjaði þetta fyrir þremur árum,“ segir Víðir.Víðir Björnsson, skipstjóri hvalaskoðunarskipsins Láka.Vísir/Stöð 2Eru líka með starfsemi á Snæfellsnesi Fyrirtækið Láki Tours gerir út tvo aðra báta frá Snæfellsnesi. Víðir segir að hvalaskoðunartímabilið í Steingrímsfirði hafi lengst ár frá ári og að svæðið sé einstakt til hvalaskoðunar. „Núna verðum við fram í miðjan september og það er bara búið að ganga mjög vel. Við fengum eina viku sem að var léleg en annars sjáum við hval á hverjum einasta degi,“ segir Víðir.Hvað eruð þið að sjá marga hvali?„Þeir eru stundum jafn margir og farþegarnir. Þeir voru átta í þessum túr en þetta getur verið allt upp í fimmtán hvalir,“ segir Víðir. Víðir segir reksturinn hafa vaxið síðan farið var af stað fyrir þremur árum. Hann segir að þó svo sé megi stýra ferðamönnum meira inn á þetta svæði. „Við erum rúmlega búnir að tvöfalda síðan í fyrra en það mætti gjarnan vera meira,“ segir Víðir.Hvernig verður svo veturinn, gerið þið út allt árið?„Í Ólafsvík erum við með þetta á ársgrundvelli en hérna verðum við til 15. september og byrjum svo vonandi fyrr, jafnvel um miðjan maí,“ segir Víðir.Ferðamenn hafa séð allt að fimmtán hvali í einni ferð með hvalaskoðunarskipinu Láka, í Steingrímsfirði.Vísir/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Strandabyggð Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira