Líkur á að ósongatið verði það minnsta í áratugi í ár Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 13:09 Bláir liturinn sýnir þynningu ósonlagsins yfir suðurskautinu. CAMS Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu er nú helmingi minna en það er vanalega á þessum árstíma. Útlit er því fyrir að gatið í ár verði það minnsta í þrjá áratugi, að sögn evrópskra vísindamanna. Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Menn röskuðu ósonhringrásinni þegar þeir byrjuðu að losa svonefnd klórflúrkolefni út í andrúmsloftið sem eyða ósoni í háloftunum. Þau efni var meðal annars að finna í ísskápum og úðabrúsum. Losun efnanna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. Klórflúorkolefni sem þegar hafa verið losuð eru þó enn í lofthjúpi jarðarinnar og valda því að gat myndast árlega í ósonlagið. Búist er við því að ósonlagið nái aftur fyrr styrk í kringum árið 2060. Vísindamenn við Kópernikusarloftathuganasþjónustu Evrópusambandsins (CAMS) segja að gatið sem opnast vanalega yfir Suðurskautslandinu sé ekki eins stórt og undanfarin ár. Gatið er yfirleitt stærst yfir vorið á suðurhveli, frá september og fram í október. Þá getur styrkur ósons dregist saman um allt að 60%. Gatið nær nú yfir um fimm milljón ferkílómetra en á sama tíma í fyrra var það yfir tuttugu milljón ferkílómetrar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Gatið var um tíu milljón ferkílómetrar árið 2017. Vísindamennirnir segja að ósontapið hafi hafist fyrr en vanalega á þessu ári. Dregið hafi úr tapinu þegar heiðhvolfið hlýnaði skyndilega um 20-30 gráður í byrjun september. Richard Engelen, varaforstjóri CAMS, segir að rannsaka þurfi betur hvað olli því að gatið er ekki stærra en það er. „Þetta tengist ekki beint Montreal-sáttmálanum þar sem við reyndum að draga úr klóri og bróm í andrúmsloftinu því það er enn til staðar. Þetta tengist miklu frekar atburðum á hreyfingu. Fólk spyr augljóslega spurninga sem tengjast loftslagsbreytingum en við höfum einfaldlega ekki svörin á þessu stigi,“ segir hann. Umhverfismál Tengdar fréttir Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47 Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu er nú helmingi minna en það er vanalega á þessum árstíma. Útlit er því fyrir að gatið í ár verði það minnsta í þrjá áratugi, að sögn evrópskra vísindamanna. Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Menn röskuðu ósonhringrásinni þegar þeir byrjuðu að losa svonefnd klórflúrkolefni út í andrúmsloftið sem eyða ósoni í háloftunum. Þau efni var meðal annars að finna í ísskápum og úðabrúsum. Losun efnanna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. Klórflúorkolefni sem þegar hafa verið losuð eru þó enn í lofthjúpi jarðarinnar og valda því að gat myndast árlega í ósonlagið. Búist er við því að ósonlagið nái aftur fyrr styrk í kringum árið 2060. Vísindamenn við Kópernikusarloftathuganasþjónustu Evrópusambandsins (CAMS) segja að gatið sem opnast vanalega yfir Suðurskautslandinu sé ekki eins stórt og undanfarin ár. Gatið er yfirleitt stærst yfir vorið á suðurhveli, frá september og fram í október. Þá getur styrkur ósons dregist saman um allt að 60%. Gatið nær nú yfir um fimm milljón ferkílómetra en á sama tíma í fyrra var það yfir tuttugu milljón ferkílómetrar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Gatið var um tíu milljón ferkílómetrar árið 2017. Vísindamennirnir segja að ósontapið hafi hafist fyrr en vanalega á þessu ári. Dregið hafi úr tapinu þegar heiðhvolfið hlýnaði skyndilega um 20-30 gráður í byrjun september. Richard Engelen, varaforstjóri CAMS, segir að rannsaka þurfi betur hvað olli því að gatið er ekki stærra en það er. „Þetta tengist ekki beint Montreal-sáttmálanum þar sem við reyndum að draga úr klóri og bróm í andrúmsloftinu því það er enn til staðar. Þetta tengist miklu frekar atburðum á hreyfingu. Fólk spyr augljóslega spurninga sem tengjast loftslagsbreytingum en við höfum einfaldlega ekki svörin á þessu stigi,“ segir hann.
Umhverfismál Tengdar fréttir Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47 Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47
Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34