Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. september 2019 20:30 Arna Ýr segir frá upplifun sinni af meðgöngu og fæðingu. En hún og kærasti hennar, Vignir, eignuðust sitt fyrsta barn, litla stúlku, í sumar. Aðsend mynd Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrottning og kærasti hennar Vignir, eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna segist lengi hafa þráð það að verða móðir sem sé nú loksins orðið að veruleika. Hún segir móðurhlutverkið vera dásamlegt og að núna sé lífið svo sannarlega hafið. Arnar Ýr svarar einlægt og hreinskilið spurningum um meðgönguna og fæðingu dóttur sinnar Ástrósar Mettu í viðtalsliðnum Móðurmál. 1. Nafn?Arna Ýr Jónsdóttir.2. Aldur?24 ára.3. Númer hvað var þessi meðganga?Mín Fyrsta.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk?Ég var ekki með nein einkenni og ekki komin fram yfir í tíðarhringnum en ég fann á mér að ég væri ólétt svo að ég tók próf. Neikvætt! Daginn eftir ákvað ég að taka aftur próf því að mig grunaði þetta svo sterklega. Ég var samt einhvern veginn að búast við því að fá neikvætt því að minna en sólahring áður var það staðan.Svo þegar ég lít á prófið og sé PREGNANT! Vá, hvað ég var hissa. Ég tók strax upp símann og ýtti á record þannig að ég á myndband af mínum viðbrögðum, þau voru bara sjokkerandi gleðitár, eiginlega bara hágrátandi gleðitár. Þegar ég var komin niður á jörðina þá föndraði ég sætan kassa handa Vigni til þess að tilkynna honum óléttuna. Hann grét ekkert minna en ég úr gleði, ég gaf honum þessa dýrmætu gjöf og við vorum bara í endalausum faðmlögum.5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Mér leið nokkuð vel miðað við allt. Mér var flökurt en ég var lítið sem ekkert veik, kastaði bara upp einu sinni. Í síðasta fluginu mínu, þegar ég var að vinna sem flugfreyja hjá WOW, þá ældi ég svolítið á leiðinni til baka. ÚFF! En sem betur fer slapp ég við vanlíðan og var nokkuð góð fyrstu vikurnar.Aðsend mynd6. Hvað kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Ég er heppin að geta sagt að það kom mér mikið á óvart hversu auðveld meðgangan mín var. Aldrei verkir, vanlíðan eða þreyta.7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Vel! Ég var búin að bíða spennt eftir að upplifa meðgöngu, líkamlegar breytingar, fæðingu og móðurhlutverkið, alveg síðan ég var í grunnskóla. Ég fylgdist svakalega vel með breytingum líkama míns og fannst það magnað.8. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Voðalega vel. Ég var með dásamlegar ljósmæður. Í hvert einasta skipti sem ég mætti í mæðravernd fékk ég allan tímann í heiminum til þess að tala, spyrja spurninga og svo endaði tíminn alltaf á mjög vinalegu spjalli ótengt meðgöngu. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vera ljósmóðir og eftir þessar yndislegu móttökur sem ég upplifði ýtti það enn frekar undir minn áhuga á þessu námi.9. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni?Nei það var ekkert craving sem ég fékk tengt meðgöngunni. Ég var alltaf að fá nýtt og nýtt æði en ég hef svosem alltaf verið þannig!Aðsend mynd10. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Úffff, að geta ekki sofið á maganum! Fannst líka erfitt að geta ekki borðað hráan mat. Svo fannst mér alveg glatað að sveppasýking er mjög algeng á seinni part meðgöngunnar, ég fékk að finna fyrir því sem var ekkert sérlega spennandi.11. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna?Að fá þessa fallegu bumbu, undirbúa allt og njóta þess að fylgjast með líkama mínum breytast. Mér finnst konur á meðgöngu svo fallegar, fannst gaman að finna það frá ókunnugu fólki. Oft brosir fólk til konu sem er með bumbu það er sætt og maður verður stoltur.12. Hver var algengasta spurningin sem þú fékks á meðgöngunni?Ertu stressuð við það að fæða? Mér finnst að fólk mætti endilega tileinka sér frekar að spyrja: Ertu spennt að upplifa fæðingu?13. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já, við fórum á fæðingarfræðslunámskeið en það gerði lítið gagn fyrir mig. Ég var búin að kynna mér þetta ferli svo rosalega vel í mörg ár að það var held ég ekkert sem ég vissi ekki. Ég var mjög dugleg að undirbúa mig andlega fyrir fæðinguna. Ég kynnti mér hypno-birthing og tileinkaði mér það að treysta líkamanum mínum fyrir komandi verkefni.14. Fenguð þið að vita kynið?Já, við vissum kynið áður þannig að það kom ekki á óvart, hins vegar kom svarti þykki hárlubbinn hennar skemmtilega á óvart! Það var gaman að koma við hausinn eftir hvern rembing og finna hlýja blauta hárlubbann hennar rétt við dyr lífsins.15. Hvernig gekk fæðingin?Ég var í förðun þegar ég fór af stað og á leið í myndatöku. Hlutirnir gerðust afar hægt hjá mér en ég fann fyrsta verk klukkan 14:00. Ég fór heim eftir myndatökuna, fór í bað til að slaka á, reyndi að borða vel. Um kvöldið var ég enn með reglulega verki en fór samt í matarboð til tengdó. Um kl. 23:00 voru verkirnir orðnir frekar óþægilegir og kom ljósmóðirin mín heim að kíkja á útvíkkun sem var bara 1. Alla nóttina hékk ég á vaskinum inná baði að rugga mér fram og til baka til að anda í gegnum hríðarnar. Ljósmóðirin kom svo aftur klukkan 05:00, þá var ég komin með 2 í útvíkkun og byrjuð að kasta upp í hríðum sem voru orðnar frekar harðar. Kl. 09:30 vorum við mætt á Björkina en við völdum að eiga dóttur okkar þar. Ég skellti mér strax í laugina og hékk í henni þar til rembingur hófst í rúminu en daman fæddist klukkan 20:16 um kvöldið. Þetta tók allt saman langan tíma enda fyrsta barn, ég náði að anda og humma mig einhvern veginn í gegnum verkina sem voru orðnir svakalega erfiðir undir lokinn. Ég man líka eftir því hversu mögnuð tilfinning það var að missa vatnið en það fór í baðinu um klukkan 15:00. Eftir það urðu hríðarnar talsvert verri og ég þraukaði þær með ljósmóður að nudda mjóbakið mitt með olíu og haldandi fast í Vigni og svona gadda nuddbolta.Þegar vatnið var farið og ég var á milli 7 og 9 í útvíkkun þá fannst mér þetta aldrei ætla að taka endi og ég óskaði þess bara innst inni að það myndi bara líða yfir mig og ég myndi vakna með hana í fanginu eftir keisara, ég var orðin svoooo uppgefin. Þetta hófst þó á endanum og þegar ég hugsa til baka var þetta dásamlegt og ég hlakka til að upplifa fæðingu aftur, vonandi ef ég verð svo heppin.16. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Ég upplifði ekki þessa yfirgnæfandi ástartilfinningu strax þó ég hafi verið að upplifa hamingjusamasta augnablik í mínu lífi. Tilfinningin var fyrst og fremst léttir, gríðarlega mikið stolt og svo var það þessi svakalega hlýja sem kom frá barninu. Ég var búin að vera alsber að rembast í næstum 1 og hálfan klukkutíma orðin kald sveitt og þá var mjög undarleg en þægileg tilfinning að fá hana á magann minn. Hlýjan sem streymdi frá líkamanum hennar til líkama míns er tilfinning sem ég mun aldrei gleyma.Aðsend mynd17. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn?Eins og ég nefndi áður var ég búin að kynna mér meðgöngu og fæðingar rosalega vel og það var lítið sem ekkert sem kom mér á óvart. En ég held ég verði að segja þegar hún kom á mig með hlýjuna og þegar ég fann naflastrenginn dragast úr mér. Það kom mér líka á óvart að hríðarnar voru talsvert meiri verkur heldur en að rifna alla leið að endaþarmsopi. Ég bjóst ekki heldur við því að vera strax í svona miklu stuði eftir fæðingu en um leið og hún kom út hvarf allur verkur og ég bara komin í spjallgírinn að gefa ljósmyndaranum thumbs ups skælbrosandi!18. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið?Nei alls ekki! Við vorum nokkuð sammála þegar kom að nafnavali. Við vissum bæði að okkur langaði að skíra í höfuðið á annarri hvorri ömmunni, Ástu eða Mettu. Svo passaði nafnið Ástrós Metta svona skemmtilega vel saman og það varð fyrir valinu! Amma Ásta á fyrsta partinn í nafninu, dóttir mín á miðjupartinn og mamma mín eða amma Metta á seinni part nafnsins. Skemmtileg blanda.19. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar?Mér finnst konur almennt mjög opnar varðandi umræðu um meðgöngu og fæðingar en oft finnst mér (af minni eigin upplifun) að það geti verið tabú að ræða vel heppnaða meðgöngu og fæðingu. Við konur fáum engu um það ráðið hvort að meðganga og fæðing gangi vel eða ekki og á sama tíma finnst mér að allir ættu að eiga rétt á að segja frá sinni upplifun hvort sem hún er góð eða slæm. Aðsend mynd20. Hvernig gengur brjóstagjöfin?Ástrós Metta er alfarið á brjósti og gengur það svakalega vel. Þegar hún var níu daga gömul fékk ég virkilega slæma sýkingu undir geirvörtuna sem endaði með því að mjólkin komst hvergi út og þurfti að stinga á geirvörtuna nokkrum sinnum til að hleypa út grefti, hrikalegt! En ég náði sem betur fer að vinna mjólkina aftur upp í því brjósti og hefur brjóstagjöfin gengið eins og í sögu frá því að hún var þriggja vikna gömul.Í hvert sinn sem ég fer úr fötunum til þess að sturta mig og lít í spegil þá man ég eftir þessari sýkingu því hægra brjóstið mitt tvöfaldaði framleiðsluna til þess að koma til móts við „veika“ brjóstið svo barnið fengi nóg að drekka. Ég er enn með miklu stærra hægra brjóst þó það séu liðnar tæpar tíu vikur síðan sýkingin var. Fyndið! Vignir djókar stundum með það að það er eins og ég hafi farið í sílíkon aðgerð en fengið mér bara í annað brjóstið, hehe! 21. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn?Já og nei. Við erum góð saman og höfum alltaf getað talað vel saman um daginn og veginn. Hann var jafn hughreystandi, duglegur og frábær stuðningur bæði fyrir og eftir. Við bæði erum mikið fjölskyldufólk þannig að eignast barn saman var eitthvað sem breytti ekki miklu fyrir okkur nema kannski að við erum meira heima. Barni fylgir líka oft meiri drifkraftur í að gera betur.22. Nú fjallar þú um móðurhlutverkið á Instagram, hefur þú fundið fyrir einhverri gagnrýni í gegnum þann miðil?Sem betur fer hefur einungis ein kona sent mér neikvæð skilaboð. Heill hellingur af jákvæðum skilaboðum en samt eitt neikvætt og það fór svakalega í mig, þess vegna ákvað ég að ræða það mál. Ég vanalega læt svona tuð framhjá mér fara en fannst þetta svo hrikalega rangt að ég vildi tala betur um það.Konunni fannst ég vera slæm fyrirmynd og að gera lítið úr öðrum konum sem til dæmis mjólka ekki jafn vel eða eiga ekki jafn góða fæðingu. Það er náttúrlega bara virkilega sorglegt viðhorf. Persónulega finnst mér afar slæmt að konur á meðgöngu ættu einungis að heyra hryllingssögur um fæðingu og brjóstagjöf. Þá verður maður uppfullur af stressi og vanlíðan sem gerir engri konu gott sem er að undirbúa sig fyrir fæðingu og brjóstagjöf, ef það er hennar val. Ég tilkynnti það á mínum miðli þegar ég var komin 12 vikur á leið að ég ætlaði að leyfa fylgjendum mínum að fylgjast með öllu hvort sem vel gengi eða ekki og það gerði ég. Afhverju ætti ég að hætta við að deila mínum sögum ef vel gengur? Það er frábært að konur fái að heyra jákvæðar sögur og geti fundið fyrir forvitni og spenning gagnvart fæðingu eins og ég gerði. Að fara með jákvætt viðhorf inn í fæðingu getur gert fæðinguna margfalt betri. Ég átti mjög erfiða fæðingu, var í kraftmiklum hríðum í tæplega 30 klukkustundir og fékk heiftarlega sýkingu í geirvörtuna tengt brjóstagjöf. Ég leyfði öllum að fylgjast með því þannig að ég hef alls ekki sýnt neina glansmynd heldur hráan raunveruleikann frá ungri konu að verða móðir í fyrsta skipti. Þannig að mig grunar að þessi kona hafi ekki tekið það inn í myndina að þetta var einungis mín upplifun.Ég er alveg viss um það að önnur kona hefði jafnvel upplifað þessa fæðingu sem hræðilega! Að vera í meira en sólarhring í hríðum, rembast í einn og hálfan tíma og rifna svo niður í rass, úff! En eins og ég sagði þá upplifum við öll hlutina á mismunandi hátt, en það þýðir alls ekki að allt sé dans á rósum hjá mér. Ástrós Metta og nýbakaða mamman.Makamál þakka Örnu Ýr kærlega fyrir einlæg og heiðarleg svör og óska litlu fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna. Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Örnu er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Móðurmál Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Rándýr réttur, ódýr stemmning Eitt af því erfiðasta við að fara á stefnumót fannst mér vera þessi þrúgandi stund þegar kom að því að borga reikninginn. Ég hafði ekki verið í þessum stefnumótabransa síðan ég var unglingur svo að ég kunni nákvæmlega ekkert á þessar óskráðu reglur varðandi reikninginn, voru þær einhverjar? 16. september 2019 23:15 Helmingi karla finnst saklausara ef kona heldur framhjá með annarri konu Spurning síðustu viku, spratt út frá pistli sem var skrifaður um upplifun lesanda Makamála af framhjáhaldi, en kærasta hans hélt framhjá með annarri konu. Ef haldið er framhjá þér, skiptir máli hvoru kyninu það er með? 13. september 2019 14:45 Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamálum bárust á dögunum ábendingar frá karlkyns lesendum Vísis. 16. september 2019 21:45 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrottning og kærasti hennar Vignir, eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna segist lengi hafa þráð það að verða móðir sem sé nú loksins orðið að veruleika. Hún segir móðurhlutverkið vera dásamlegt og að núna sé lífið svo sannarlega hafið. Arnar Ýr svarar einlægt og hreinskilið spurningum um meðgönguna og fæðingu dóttur sinnar Ástrósar Mettu í viðtalsliðnum Móðurmál. 1. Nafn?Arna Ýr Jónsdóttir.2. Aldur?24 ára.3. Númer hvað var þessi meðganga?Mín Fyrsta.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk?Ég var ekki með nein einkenni og ekki komin fram yfir í tíðarhringnum en ég fann á mér að ég væri ólétt svo að ég tók próf. Neikvætt! Daginn eftir ákvað ég að taka aftur próf því að mig grunaði þetta svo sterklega. Ég var samt einhvern veginn að búast við því að fá neikvætt því að minna en sólahring áður var það staðan.Svo þegar ég lít á prófið og sé PREGNANT! Vá, hvað ég var hissa. Ég tók strax upp símann og ýtti á record þannig að ég á myndband af mínum viðbrögðum, þau voru bara sjokkerandi gleðitár, eiginlega bara hágrátandi gleðitár. Þegar ég var komin niður á jörðina þá föndraði ég sætan kassa handa Vigni til þess að tilkynna honum óléttuna. Hann grét ekkert minna en ég úr gleði, ég gaf honum þessa dýrmætu gjöf og við vorum bara í endalausum faðmlögum.5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Mér leið nokkuð vel miðað við allt. Mér var flökurt en ég var lítið sem ekkert veik, kastaði bara upp einu sinni. Í síðasta fluginu mínu, þegar ég var að vinna sem flugfreyja hjá WOW, þá ældi ég svolítið á leiðinni til baka. ÚFF! En sem betur fer slapp ég við vanlíðan og var nokkuð góð fyrstu vikurnar.Aðsend mynd6. Hvað kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Ég er heppin að geta sagt að það kom mér mikið á óvart hversu auðveld meðgangan mín var. Aldrei verkir, vanlíðan eða þreyta.7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Vel! Ég var búin að bíða spennt eftir að upplifa meðgöngu, líkamlegar breytingar, fæðingu og móðurhlutverkið, alveg síðan ég var í grunnskóla. Ég fylgdist svakalega vel með breytingum líkama míns og fannst það magnað.8. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Voðalega vel. Ég var með dásamlegar ljósmæður. Í hvert einasta skipti sem ég mætti í mæðravernd fékk ég allan tímann í heiminum til þess að tala, spyrja spurninga og svo endaði tíminn alltaf á mjög vinalegu spjalli ótengt meðgöngu. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vera ljósmóðir og eftir þessar yndislegu móttökur sem ég upplifði ýtti það enn frekar undir minn áhuga á þessu námi.9. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni?Nei það var ekkert craving sem ég fékk tengt meðgöngunni. Ég var alltaf að fá nýtt og nýtt æði en ég hef svosem alltaf verið þannig!Aðsend mynd10. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Úffff, að geta ekki sofið á maganum! Fannst líka erfitt að geta ekki borðað hráan mat. Svo fannst mér alveg glatað að sveppasýking er mjög algeng á seinni part meðgöngunnar, ég fékk að finna fyrir því sem var ekkert sérlega spennandi.11. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna?Að fá þessa fallegu bumbu, undirbúa allt og njóta þess að fylgjast með líkama mínum breytast. Mér finnst konur á meðgöngu svo fallegar, fannst gaman að finna það frá ókunnugu fólki. Oft brosir fólk til konu sem er með bumbu það er sætt og maður verður stoltur.12. Hver var algengasta spurningin sem þú fékks á meðgöngunni?Ertu stressuð við það að fæða? Mér finnst að fólk mætti endilega tileinka sér frekar að spyrja: Ertu spennt að upplifa fæðingu?13. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já, við fórum á fæðingarfræðslunámskeið en það gerði lítið gagn fyrir mig. Ég var búin að kynna mér þetta ferli svo rosalega vel í mörg ár að það var held ég ekkert sem ég vissi ekki. Ég var mjög dugleg að undirbúa mig andlega fyrir fæðinguna. Ég kynnti mér hypno-birthing og tileinkaði mér það að treysta líkamanum mínum fyrir komandi verkefni.14. Fenguð þið að vita kynið?Já, við vissum kynið áður þannig að það kom ekki á óvart, hins vegar kom svarti þykki hárlubbinn hennar skemmtilega á óvart! Það var gaman að koma við hausinn eftir hvern rembing og finna hlýja blauta hárlubbann hennar rétt við dyr lífsins.15. Hvernig gekk fæðingin?Ég var í förðun þegar ég fór af stað og á leið í myndatöku. Hlutirnir gerðust afar hægt hjá mér en ég fann fyrsta verk klukkan 14:00. Ég fór heim eftir myndatökuna, fór í bað til að slaka á, reyndi að borða vel. Um kvöldið var ég enn með reglulega verki en fór samt í matarboð til tengdó. Um kl. 23:00 voru verkirnir orðnir frekar óþægilegir og kom ljósmóðirin mín heim að kíkja á útvíkkun sem var bara 1. Alla nóttina hékk ég á vaskinum inná baði að rugga mér fram og til baka til að anda í gegnum hríðarnar. Ljósmóðirin kom svo aftur klukkan 05:00, þá var ég komin með 2 í útvíkkun og byrjuð að kasta upp í hríðum sem voru orðnar frekar harðar. Kl. 09:30 vorum við mætt á Björkina en við völdum að eiga dóttur okkar þar. Ég skellti mér strax í laugina og hékk í henni þar til rembingur hófst í rúminu en daman fæddist klukkan 20:16 um kvöldið. Þetta tók allt saman langan tíma enda fyrsta barn, ég náði að anda og humma mig einhvern veginn í gegnum verkina sem voru orðnir svakalega erfiðir undir lokinn. Ég man líka eftir því hversu mögnuð tilfinning það var að missa vatnið en það fór í baðinu um klukkan 15:00. Eftir það urðu hríðarnar talsvert verri og ég þraukaði þær með ljósmóður að nudda mjóbakið mitt með olíu og haldandi fast í Vigni og svona gadda nuddbolta.Þegar vatnið var farið og ég var á milli 7 og 9 í útvíkkun þá fannst mér þetta aldrei ætla að taka endi og ég óskaði þess bara innst inni að það myndi bara líða yfir mig og ég myndi vakna með hana í fanginu eftir keisara, ég var orðin svoooo uppgefin. Þetta hófst þó á endanum og þegar ég hugsa til baka var þetta dásamlegt og ég hlakka til að upplifa fæðingu aftur, vonandi ef ég verð svo heppin.16. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Ég upplifði ekki þessa yfirgnæfandi ástartilfinningu strax þó ég hafi verið að upplifa hamingjusamasta augnablik í mínu lífi. Tilfinningin var fyrst og fremst léttir, gríðarlega mikið stolt og svo var það þessi svakalega hlýja sem kom frá barninu. Ég var búin að vera alsber að rembast í næstum 1 og hálfan klukkutíma orðin kald sveitt og þá var mjög undarleg en þægileg tilfinning að fá hana á magann minn. Hlýjan sem streymdi frá líkamanum hennar til líkama míns er tilfinning sem ég mun aldrei gleyma.Aðsend mynd17. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn?Eins og ég nefndi áður var ég búin að kynna mér meðgöngu og fæðingar rosalega vel og það var lítið sem ekkert sem kom mér á óvart. En ég held ég verði að segja þegar hún kom á mig með hlýjuna og þegar ég fann naflastrenginn dragast úr mér. Það kom mér líka á óvart að hríðarnar voru talsvert meiri verkur heldur en að rifna alla leið að endaþarmsopi. Ég bjóst ekki heldur við því að vera strax í svona miklu stuði eftir fæðingu en um leið og hún kom út hvarf allur verkur og ég bara komin í spjallgírinn að gefa ljósmyndaranum thumbs ups skælbrosandi!18. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið?Nei alls ekki! Við vorum nokkuð sammála þegar kom að nafnavali. Við vissum bæði að okkur langaði að skíra í höfuðið á annarri hvorri ömmunni, Ástu eða Mettu. Svo passaði nafnið Ástrós Metta svona skemmtilega vel saman og það varð fyrir valinu! Amma Ásta á fyrsta partinn í nafninu, dóttir mín á miðjupartinn og mamma mín eða amma Metta á seinni part nafnsins. Skemmtileg blanda.19. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar?Mér finnst konur almennt mjög opnar varðandi umræðu um meðgöngu og fæðingar en oft finnst mér (af minni eigin upplifun) að það geti verið tabú að ræða vel heppnaða meðgöngu og fæðingu. Við konur fáum engu um það ráðið hvort að meðganga og fæðing gangi vel eða ekki og á sama tíma finnst mér að allir ættu að eiga rétt á að segja frá sinni upplifun hvort sem hún er góð eða slæm. Aðsend mynd20. Hvernig gengur brjóstagjöfin?Ástrós Metta er alfarið á brjósti og gengur það svakalega vel. Þegar hún var níu daga gömul fékk ég virkilega slæma sýkingu undir geirvörtuna sem endaði með því að mjólkin komst hvergi út og þurfti að stinga á geirvörtuna nokkrum sinnum til að hleypa út grefti, hrikalegt! En ég náði sem betur fer að vinna mjólkina aftur upp í því brjósti og hefur brjóstagjöfin gengið eins og í sögu frá því að hún var þriggja vikna gömul.Í hvert sinn sem ég fer úr fötunum til þess að sturta mig og lít í spegil þá man ég eftir þessari sýkingu því hægra brjóstið mitt tvöfaldaði framleiðsluna til þess að koma til móts við „veika“ brjóstið svo barnið fengi nóg að drekka. Ég er enn með miklu stærra hægra brjóst þó það séu liðnar tæpar tíu vikur síðan sýkingin var. Fyndið! Vignir djókar stundum með það að það er eins og ég hafi farið í sílíkon aðgerð en fengið mér bara í annað brjóstið, hehe! 21. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn?Já og nei. Við erum góð saman og höfum alltaf getað talað vel saman um daginn og veginn. Hann var jafn hughreystandi, duglegur og frábær stuðningur bæði fyrir og eftir. Við bæði erum mikið fjölskyldufólk þannig að eignast barn saman var eitthvað sem breytti ekki miklu fyrir okkur nema kannski að við erum meira heima. Barni fylgir líka oft meiri drifkraftur í að gera betur.22. Nú fjallar þú um móðurhlutverkið á Instagram, hefur þú fundið fyrir einhverri gagnrýni í gegnum þann miðil?Sem betur fer hefur einungis ein kona sent mér neikvæð skilaboð. Heill hellingur af jákvæðum skilaboðum en samt eitt neikvætt og það fór svakalega í mig, þess vegna ákvað ég að ræða það mál. Ég vanalega læt svona tuð framhjá mér fara en fannst þetta svo hrikalega rangt að ég vildi tala betur um það.Konunni fannst ég vera slæm fyrirmynd og að gera lítið úr öðrum konum sem til dæmis mjólka ekki jafn vel eða eiga ekki jafn góða fæðingu. Það er náttúrlega bara virkilega sorglegt viðhorf. Persónulega finnst mér afar slæmt að konur á meðgöngu ættu einungis að heyra hryllingssögur um fæðingu og brjóstagjöf. Þá verður maður uppfullur af stressi og vanlíðan sem gerir engri konu gott sem er að undirbúa sig fyrir fæðingu og brjóstagjöf, ef það er hennar val. Ég tilkynnti það á mínum miðli þegar ég var komin 12 vikur á leið að ég ætlaði að leyfa fylgjendum mínum að fylgjast með öllu hvort sem vel gengi eða ekki og það gerði ég. Afhverju ætti ég að hætta við að deila mínum sögum ef vel gengur? Það er frábært að konur fái að heyra jákvæðar sögur og geti fundið fyrir forvitni og spenning gagnvart fæðingu eins og ég gerði. Að fara með jákvætt viðhorf inn í fæðingu getur gert fæðinguna margfalt betri. Ég átti mjög erfiða fæðingu, var í kraftmiklum hríðum í tæplega 30 klukkustundir og fékk heiftarlega sýkingu í geirvörtuna tengt brjóstagjöf. Ég leyfði öllum að fylgjast með því þannig að ég hef alls ekki sýnt neina glansmynd heldur hráan raunveruleikann frá ungri konu að verða móðir í fyrsta skipti. Þannig að mig grunar að þessi kona hafi ekki tekið það inn í myndina að þetta var einungis mín upplifun.Ég er alveg viss um það að önnur kona hefði jafnvel upplifað þessa fæðingu sem hræðilega! Að vera í meira en sólarhring í hríðum, rembast í einn og hálfan tíma og rifna svo niður í rass, úff! En eins og ég sagði þá upplifum við öll hlutina á mismunandi hátt, en það þýðir alls ekki að allt sé dans á rósum hjá mér. Ástrós Metta og nýbakaða mamman.Makamál þakka Örnu Ýr kærlega fyrir einlæg og heiðarleg svör og óska litlu fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna. Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Örnu er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Móðurmál Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Rándýr réttur, ódýr stemmning Eitt af því erfiðasta við að fara á stefnumót fannst mér vera þessi þrúgandi stund þegar kom að því að borga reikninginn. Ég hafði ekki verið í þessum stefnumótabransa síðan ég var unglingur svo að ég kunni nákvæmlega ekkert á þessar óskráðu reglur varðandi reikninginn, voru þær einhverjar? 16. september 2019 23:15 Helmingi karla finnst saklausara ef kona heldur framhjá með annarri konu Spurning síðustu viku, spratt út frá pistli sem var skrifaður um upplifun lesanda Makamála af framhjáhaldi, en kærasta hans hélt framhjá með annarri konu. Ef haldið er framhjá þér, skiptir máli hvoru kyninu það er með? 13. september 2019 14:45 Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamálum bárust á dögunum ábendingar frá karlkyns lesendum Vísis. 16. september 2019 21:45 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Rándýr réttur, ódýr stemmning Eitt af því erfiðasta við að fara á stefnumót fannst mér vera þessi þrúgandi stund þegar kom að því að borga reikninginn. Ég hafði ekki verið í þessum stefnumótabransa síðan ég var unglingur svo að ég kunni nákvæmlega ekkert á þessar óskráðu reglur varðandi reikninginn, voru þær einhverjar? 16. september 2019 23:15
Helmingi karla finnst saklausara ef kona heldur framhjá með annarri konu Spurning síðustu viku, spratt út frá pistli sem var skrifaður um upplifun lesanda Makamála af framhjáhaldi, en kærasta hans hélt framhjá með annarri konu. Ef haldið er framhjá þér, skiptir máli hvoru kyninu það er með? 13. september 2019 14:45
Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamálum bárust á dögunum ábendingar frá karlkyns lesendum Vísis. 16. september 2019 21:45