Gjaldþrot West Seafood á Flateyri: Fólk dofið yfir því hver staðan er eftir fyrri áföll Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2019 13:15 Fiskvinnslufyrirtækið Kambur var á sínum tíma langstærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Eigendur seldu hins vegar eigir félagsins árið 2007. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta hefur verið sorgarsaga á Flateyri síðan Kambur lokaði þarna 2007,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða um ástandið á Flateyri. Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood, sem var með fimmtán manns í vinnu í byrjun árs en sjö um síðustu mánaðarmót, var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðum. Finnbogi segir að Verkalýðsfélag Vestfjarða hafi átt fund með starfsfólki á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. Hann segir að fólk hafi borið sig vel og vonist til að hægt verði að finna trausta aðila til að koma að rekstri á staðnum. „En því miður er það þannig að þegar fólk er búið að ganga í gegnum svona erfið áföll, eins og raunin hefur verið á Flateyri síðan 2007, þá verður fólk svolítið dofið yfir því hve staðan er. Það er því miður staðan. Fólk ber sig hins vegar ótrúlega vel og það er frábært að sjá hvað er í raun mikill hugur í fólki. Hugsar að vonandi fari þetta af stað aftur og vonandi fái það vinnu aftur,“ segir Finnbogi.Fínt húsnæði, verkþekking og stutt á miðin Finnbogi segir að fólk sé ekki búið að glata voninni. Það sé ekki það sem hann heyri. „Auðvitað er það vonsvikið að þetta skuli fara svona. Það eru allir burðir þarna til að hægt sé að reka fína fiskvinnslu. Það eru flott fiskvinnsluhúsnæði á Flateyri – þó ekki endilega það sem West Seafood var að vinna í – en svo er góð verkþekking á staðnum, auk þess að fiskmiðin eru nú bara þarna í bakgarðinum.“Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.Enn er verið að taka saman kröfur félagsmanna, en Finnbogi segir að líklega séu launakröfur um ellefu milljónir króna, og lífeyrissjóðir og stéttarfélagsiðgjöld á fimmtu milljón. Einnig séu ógreiddar orlofsgreiðslur frá 1. maí og út uppsaganarfrest. Laun, orlof og greiðslur í lifeyrissjóð falla undir ábyrgðasjóð launa en slíkt eigi ekki við um stéttarfélagsiðgjöldin.Var lofað vinnu eftir sumarlokun Finnbogi segir að flestir starfsmenn hafi séð í hvað stefndi eftir að fyrirtækinu var forðað frá gjaldþroti í mars. „Það hafði verið bras, bátur missti veiðileyfið, það var hráefnisskortur og lausafjárskortur,“ segir Finnbogi. West Seafood sagði í vor upp átta manns, en fimmtán manns höfðu þá starfað hjá fyrirtækinu. Hafi verið reynt að hafa þá sem búsettir voru í plássinu áfram í vinnu eins lengi og hægt var. „Það var hins vegar þannig að sagt var við þá sem sagt var upp í vor, að þeir myndu fá aftur vinnuna eftir sumarlokun. Það var búið að gefa undir fótinn með það. Það fólk skráði sig ekki atvinnulaust og hefur þá verið launalaust síðan í júní. Fyrirtækið átti ekki fyrir orlofi starfsmanna svo verkalýðsfélagið hljóp þar undir bagga. Starfsfólk fékk því einhver laun en ekki full.“ Finnbogi segir að eftir samtöl við fulltrúa Vinnumálastofnunar á Ísafirði sýnist starfsmönnum félagsins á öllu að þessi mannskapur sem þarna situr óbættur hjá garði, að hann er byrjaður að skrá sig á atvinnuleysisskrá. „Enda ekki að mörgu öðru að snúa á Flateyri eins og staðan er. Því miður.“ Byggðamál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
„Þetta hefur verið sorgarsaga á Flateyri síðan Kambur lokaði þarna 2007,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða um ástandið á Flateyri. Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood, sem var með fimmtán manns í vinnu í byrjun árs en sjö um síðustu mánaðarmót, var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðum. Finnbogi segir að Verkalýðsfélag Vestfjarða hafi átt fund með starfsfólki á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. Hann segir að fólk hafi borið sig vel og vonist til að hægt verði að finna trausta aðila til að koma að rekstri á staðnum. „En því miður er það þannig að þegar fólk er búið að ganga í gegnum svona erfið áföll, eins og raunin hefur verið á Flateyri síðan 2007, þá verður fólk svolítið dofið yfir því hve staðan er. Það er því miður staðan. Fólk ber sig hins vegar ótrúlega vel og það er frábært að sjá hvað er í raun mikill hugur í fólki. Hugsar að vonandi fari þetta af stað aftur og vonandi fái það vinnu aftur,“ segir Finnbogi.Fínt húsnæði, verkþekking og stutt á miðin Finnbogi segir að fólk sé ekki búið að glata voninni. Það sé ekki það sem hann heyri. „Auðvitað er það vonsvikið að þetta skuli fara svona. Það eru allir burðir þarna til að hægt sé að reka fína fiskvinnslu. Það eru flott fiskvinnsluhúsnæði á Flateyri – þó ekki endilega það sem West Seafood var að vinna í – en svo er góð verkþekking á staðnum, auk þess að fiskmiðin eru nú bara þarna í bakgarðinum.“Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.Enn er verið að taka saman kröfur félagsmanna, en Finnbogi segir að líklega séu launakröfur um ellefu milljónir króna, og lífeyrissjóðir og stéttarfélagsiðgjöld á fimmtu milljón. Einnig séu ógreiddar orlofsgreiðslur frá 1. maí og út uppsaganarfrest. Laun, orlof og greiðslur í lifeyrissjóð falla undir ábyrgðasjóð launa en slíkt eigi ekki við um stéttarfélagsiðgjöldin.Var lofað vinnu eftir sumarlokun Finnbogi segir að flestir starfsmenn hafi séð í hvað stefndi eftir að fyrirtækinu var forðað frá gjaldþroti í mars. „Það hafði verið bras, bátur missti veiðileyfið, það var hráefnisskortur og lausafjárskortur,“ segir Finnbogi. West Seafood sagði í vor upp átta manns, en fimmtán manns höfðu þá starfað hjá fyrirtækinu. Hafi verið reynt að hafa þá sem búsettir voru í plássinu áfram í vinnu eins lengi og hægt var. „Það var hins vegar þannig að sagt var við þá sem sagt var upp í vor, að þeir myndu fá aftur vinnuna eftir sumarlokun. Það var búið að gefa undir fótinn með það. Það fólk skráði sig ekki atvinnulaust og hefur þá verið launalaust síðan í júní. Fyrirtækið átti ekki fyrir orlofi starfsmanna svo verkalýðsfélagið hljóp þar undir bagga. Starfsfólk fékk því einhver laun en ekki full.“ Finnbogi segir að eftir samtöl við fulltrúa Vinnumálastofnunar á Ísafirði sýnist starfsmönnum félagsins á öllu að þessi mannskapur sem þarna situr óbættur hjá garði, að hann er byrjaður að skrá sig á atvinnuleysisskrá. „Enda ekki að mörgu öðru að snúa á Flateyri eins og staðan er. Því miður.“
Byggðamál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21