Slóvakar munu ekki gefa neitt eftir Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2019 14:30 Margt líkt er með liði Slóvaka og liði Ungverja sem Ísland vann 4-1 síðastliðinn fimmtudag. Hér fagna Stelpurnar okkar sigrinum á Ungverjalandi með víkingaklappi í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Undankeppni Evrópumótsins 2021 heldur áfram í kvöld þegar Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu taka á móti Slóvakíu á Laugardalsvelli. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári og síðasti heimaleikurinn en liðið mætir Lettlandi ytra í október næstkomandi. Íslenska liðið lék lengst af vel gegn Ungverjalandi á dögunum í 4-1 sigri og getur tekið margt úr þeim leik inn í þennan sem verður að vinnast fyrir áform Íslands um að fara í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. Þetta verður í þriðja sinn sem Ísland mætir Slóvakíu í kvennaflokki, til þessa hafa liðin mæst tvisvar í æfingarleik. Ísland vann leik liðanna á Laugardalsvelli árið 2015 4-1 þar sem Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin en tveimur árum síðar vannst 2-0 sigur ytra þar sem Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörkin. Eins og gegn Ungverjalandi á dögunum er Ísland með talsvert sterkara lið á pappírnum en Slóvakía sem er í 47. sæti á styrkleikalista FIFA, þrjátíu sætum á eftir Íslandi og hefur liðið ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði. Slóvakía sem hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts hefur aðeins unnið þrjá leiki af síðustu 25 á rúmlega tveimur árum. Lykilatriði fyrir íslenska liðið verður, eins og gegn Ungverjalandi, að skora snemma til að fá Slóvakana ofar á völlinn og opna pláss fyrir snögga sóknarmenn Íslands á bak við varnarlínu Slóvaka. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það væru engin meiðsli í hópnum og allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. „Það eru allir leikmenn klárir og við erum búin að fara vel yfir Slóvakana. Slóvakar eru með agað og skipulagt lið sem hefur reynst mótherjunum erfitt að brjóta niður. Þær hafa náð góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum og ég á von á erfiðum leik í kvöld,“ sagði Jón Þór, aðspurður út í andstæðinginn í kvöld. „Það þarf að taka það sem við gerum frábærlega út úr leiknum gegn Ungverjalandi og færa það yfir á leikinn í kvöld. Liðið byrjaði frábærlega gegn Ungverjalandi og yfirspiluðum við ungverska liðið í leiknum fyrir utan fimmtán mínútna kafla.“Markahrókarnir úr Val, Margrét Lára og Elín Metta, á góðri stundu gegn Ungverjalandi.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur í kvöld sinn 127. leik og á líkt og Jón Þór von á erfiðum leik. „Það var margt jákvætt í leiknum gegn Ungverjalandi en líka margt sem mátti gera betur þrátt fyrir að það hafi endað með 4-1 sigri. Við erum búnar að fara vel yfir síðasta leik, ná góðri endurhæfingu og mætum tilbúnar til leiks í kvöld. Slóvakía er með gott lið, þær eru fastar fyrir og mjög harðar í horn að taka. Þær spila kröftugan fótbolta með góða tæknilega leikmenn inn á milli. Þetta lið hefur verið á uppleið síðustu ár og þær eiga ekki eftir að gefa tommu eftir,“ sagði Sara Björk, aðspurð út í andstæðinginn. Aðspurð tók Sara Björk undir mikilvægi þess að Ísland mætti vart tapa stigi gegn liðunum sem væru lakari á blaði. Bronsliðið frá HM í sumar, Svíþjóð, þykir sigurstranglegt í riðlinum og má Ísland því ekki við því að tapa stigum gegn liðunum sem eru lakari á pappírnum ef Ísland ætlar sér á fjórða Evrópumótið í röð. „Við þurfum að fá fullt hús stiga fyrir leikina gegn Svíþjóð og koma okkur í þá stöðu að fyrsta sætið sé möguleiki í lokaleikjunum. Svíþjóð er með frábært lið en á góðum degi getum við unnið þær,“ sagði Sara, aðspurð út í riðil Íslands í undankeppninni. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira
Undankeppni Evrópumótsins 2021 heldur áfram í kvöld þegar Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu taka á móti Slóvakíu á Laugardalsvelli. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári og síðasti heimaleikurinn en liðið mætir Lettlandi ytra í október næstkomandi. Íslenska liðið lék lengst af vel gegn Ungverjalandi á dögunum í 4-1 sigri og getur tekið margt úr þeim leik inn í þennan sem verður að vinnast fyrir áform Íslands um að fara í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. Þetta verður í þriðja sinn sem Ísland mætir Slóvakíu í kvennaflokki, til þessa hafa liðin mæst tvisvar í æfingarleik. Ísland vann leik liðanna á Laugardalsvelli árið 2015 4-1 þar sem Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin en tveimur árum síðar vannst 2-0 sigur ytra þar sem Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörkin. Eins og gegn Ungverjalandi á dögunum er Ísland með talsvert sterkara lið á pappírnum en Slóvakía sem er í 47. sæti á styrkleikalista FIFA, þrjátíu sætum á eftir Íslandi og hefur liðið ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði. Slóvakía sem hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts hefur aðeins unnið þrjá leiki af síðustu 25 á rúmlega tveimur árum. Lykilatriði fyrir íslenska liðið verður, eins og gegn Ungverjalandi, að skora snemma til að fá Slóvakana ofar á völlinn og opna pláss fyrir snögga sóknarmenn Íslands á bak við varnarlínu Slóvaka. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það væru engin meiðsli í hópnum og allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. „Það eru allir leikmenn klárir og við erum búin að fara vel yfir Slóvakana. Slóvakar eru með agað og skipulagt lið sem hefur reynst mótherjunum erfitt að brjóta niður. Þær hafa náð góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum og ég á von á erfiðum leik í kvöld,“ sagði Jón Þór, aðspurður út í andstæðinginn í kvöld. „Það þarf að taka það sem við gerum frábærlega út úr leiknum gegn Ungverjalandi og færa það yfir á leikinn í kvöld. Liðið byrjaði frábærlega gegn Ungverjalandi og yfirspiluðum við ungverska liðið í leiknum fyrir utan fimmtán mínútna kafla.“Markahrókarnir úr Val, Margrét Lára og Elín Metta, á góðri stundu gegn Ungverjalandi.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur í kvöld sinn 127. leik og á líkt og Jón Þór von á erfiðum leik. „Það var margt jákvætt í leiknum gegn Ungverjalandi en líka margt sem mátti gera betur þrátt fyrir að það hafi endað með 4-1 sigri. Við erum búnar að fara vel yfir síðasta leik, ná góðri endurhæfingu og mætum tilbúnar til leiks í kvöld. Slóvakía er með gott lið, þær eru fastar fyrir og mjög harðar í horn að taka. Þær spila kröftugan fótbolta með góða tæknilega leikmenn inn á milli. Þetta lið hefur verið á uppleið síðustu ár og þær eiga ekki eftir að gefa tommu eftir,“ sagði Sara Björk, aðspurð út í andstæðinginn. Aðspurð tók Sara Björk undir mikilvægi þess að Ísland mætti vart tapa stigi gegn liðunum sem væru lakari á blaði. Bronsliðið frá HM í sumar, Svíþjóð, þykir sigurstranglegt í riðlinum og má Ísland því ekki við því að tapa stigum gegn liðunum sem eru lakari á pappírnum ef Ísland ætlar sér á fjórða Evrópumótið í röð. „Við þurfum að fá fullt hús stiga fyrir leikina gegn Svíþjóð og koma okkur í þá stöðu að fyrsta sætið sé möguleiki í lokaleikjunum. Svíþjóð er með frábært lið en á góðum degi getum við unnið þær,“ sagði Sara, aðspurð út í riðil Íslands í undankeppninni.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn